þetta snýst bara um skynjun fólks ekki hvernig hlutirnir eru eða eiga að vera. Það er búið að negla trance sem “commercial” tónlist þökk sé þessum afspyrnu slæmu lögum sem hafa orðið vinsæl. Þrátt fyrir það er alveg til fullt af “góðri” trance tónlist, en skynjun danstónlistaráhugamanna er önnur.
Ég hef alltaf haft þá kenningu að maður eigi ekki að reyna að gera út á trance hópinn því hann kemur hvort sem er ef maður fer meira inn í hús og prog. línuna auk þess sem margir aðrir koma líka. Trance hópurinn einn og sér er ekki nógu stór til að fylla eitt eða neitt, það þarf allan skalann til.