Bíddu - þú ert sautján ára? Þú átt ekki að tala um skemmtistaði, djamm og “hözzl”, heldur áttu að sitja heima með foreldrunum og - ég veit ekki, prjóna? Æ, hvað varð eiginlega um sakleysi æskunnar?
En til að hommaklúbbur, eða bara klúbbur fyrir samkynhneigða almennt, geti þrifist, þá þarf t.d. slatta af fólki til að sækja þá reglulega. Nú, það eru fáir (býst ég við) sem nenna að fara, eða geta farið, að djamma um hverja helgi, svo það þarf að vera nóg af fólki sem kemst hverja helgi (helst). Nú, svo býst ég við að tónlistarsmekkur samkynhneigðra sé ansi mismunandi, þannig að væntanlega yrði tónlistin sem spiluð væri það líka - og sennilegast yrði það eins og á Spotlight í den: Óþolandi hrærigrautur af rusli, með einstaka molum á kannske fjörutíu mínútna fresti. Ef það var þá svo gott. Ég veit ekki hvort það myndi standa undir sér.
Nú. Svo þyrftir þú áfram að ganga úr skugga um kynhneigð væntalegs “fórnarlambs”. Ég stundaði Spottarann dálítið hér áður fyrr, þegar hann var ódýr og maður gat átt von á að heyra bæði eitthvað þungt og gott með Rammstein og klassík á borð við “MCA”. Og undir lokin var maður orðinn dáldið þreyttur á þeim sem tékkuðu (talandi um “að tékka”: Ef þú notar “j”, þá þarftu ekki að nota “é”, og ef þú notar “é” þá þarftu ekki að nota “j”) ekki heldur byrjuðu á því að klípa mann eða klappa manni. Þannig að sá höfuðverkur myndi ekki hverfa, þótt hann gæti minnkað.
En þú ert hvort eð er allt of ungur til að vera einusinni að hugsa um að spá í að djamma, þannig að þetta skiptir engu máli.<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.