Já þetta verður sannakallað ELEKTRO - lux kvöld núna næst því það er hús-elektro snillingurinn Felix Da Housecat sem á að koma og æsa upp villta elektrodansara Reykjavíkurborgar þann 1. nóvember næskomandi. Að venju verður þetta haldið inná Gauknum.
Felix Stallings junior eins og maðurinn heitir réttu nafni á rætur sínar að rekja til Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Hann fæddist á því herrans ári 1969 og eyddi æskuárunum sínum með house goðsögninni dj Pierre þar sem þeir gerðu allskyns tilraunir með elektrónískum búnaði. Hann lærði sjálfur á hljómborð 14 ára gamall og ári síðar var hann kominn inní stúdíó. 1987 sauð hann saman smellinn “Phantasy Girl” en Pierre eldri tók við demo spólunni og hlóðritaði hana almennilega og varð lagið einn fyrsti költ hittarinn í hús-tónlistinni.
Foreldrum Felix líkaði ekki þetta plötusnúðalíf hans og var honum skipað að fara aftur í skóla í Alabama sem hann og gerði og var þar í ein þrjú ár, en snéri sér þá aftur að tónlistinni, þökk sé músík-óðu kærustunni hans sem studdi við hann.
Snéri hann þá aftur til Chicago til að semja, spila og einnig stofna Radikal Fear Records útgáfufyritækið sem hefur gefið út t.d. tónlist eftir DJ Sneak, Armando og Mike Dunn, og gefið út remixes eftir Diönu Ross og Kylie Minogue.
Árið 1992 var singullinn “Thee Dawn” kominn á toppinn í evrópu og fylgdu “By Dawn's Early Light” og “Thee Industry Made Me Do It” fast á eftir.
Síðan árið 1995, skilaði hann frumraun sinni í fullri lengd á markaðinn “Alone in the Dark” (undir nafninu Thee Maddkatt Courtship) sem Deep Distraxtion gaf þá út.
En síðan hefur hann gefið út alveg heilan helling og undir mörgum nöfnum, og mætti lengi telja, en seinasti diskurinn sem kom út var í fyrra, “Kittenz And Thee Glitz” sem er 16 laga diskur og er einskonar blanda af 80´s og elektro. Og hafði hann um málið að segja að hann væri orðinn hálf leiður á því að vinna bara með house og techno og væri núna að stunda tilraunastarfsemi með elektro. Og tókst þetta svona fjandi vel því komin er af stað elektro-pönk bylgja…
“I like music because…
music is my life, and my life is music and music is light. Sounds like a song I did.”
-Felix Da Housecat
Svo nú er bara að mæta á Gaukinn þann 1. nóv og berja snillinginn augum.
Takk fyrir mig.
LadyGay.