Nick Warren Global Underground: Reykjavík Nick Warren Global Underground: Reykjavík

Laugardagskvöldið 31.ágúst munu sko verða tímamót í Reykjavíkinni þegar Global Underground settið mætir alla leið frá Bretlandi til að taka upp disk þar sem hin óviðjafnanlegi Nick Warren mun spila. Þetta er sem sé í fyrsta skipti sem gefin mun verða út Global Underground diskur merktur Reykjavík. :)

Töffarinn hann Nick Warren kemur frá Bristol í Englandi og er búinn að vera lengi að í bransanum og kann svo sannarlega að lyfta manni hátt upp með sínu prógressiva húsi og fönkí teknói.
Snemma á tíunda áratugnum var hann farinn að snúa plötum reglulega á klúbbnum Vision í heimabæ sínum, Bristol. Þar voru Massive Attack fastagestir og uppgvötuðu þá hæfileika Nicks og tóku hann með að túra í Ameríku þar sem hann var aðstoðar diskþeytari þeirra.
Þar sem hann var orðinn “opinber” DJ var hann farinn að semja sína eigin tónlist og seinna meir kynntist hann Jody Wisternoff sem var framleiðandi frá Bristol. Saman kölluð þeir sig Way Out West og gáfu út fyrsta lagið árið 1994 sem heitir Ajare. Það veitti þeim miklar vinsældir, en síðan endurgáfu þeir það þremur árum seinna og kom síðan annað lag í kjölfarið á því, The Gift, sem sló allsstaðar í gegn á klúbbunum. Síðan gáfu þeir saman út debut diskinn “Blue”.
Nick var virkilega farin að rúlla og var bókaður á klúbbi útum allan heim, Ástralíu, Singapore, allri austur Everópu og fleiri stöðum. Einnig bauð hinn frægi Cream klúbbur í Liverpool honum embætti hjá sér og eftir það dj-aðist hann í Prag (1997), Brazelíu (1998), Búddapest (1999) og í Amsterdam (2000) sem Global Underground tók upp og gaf út.
Árið 1999 gaf hann sjálfur út diskinn Back to Mine en tveim árum seinna kom svo út diskurinn Renaissance: Revelation sem hann gerði með Danny Howells (2001).
Þetta er allt víst massíft og mæli ég eindregið með því að allar teknótæfur mæti til leiks á Gaukinn þann 31. ágúst næstkomandi.

Ætla ég að leyfa ykkur líka að ná í lögin <a href="http://www.simnet.is/jonadogg/ajare.mp3“>Ajare</a> og <a href=”http://www.simnet.is/jonadogg/gift.mp3">The Gift</a> hér hjá mér en ég mæli með því að þið verðið ykkur út um sérstaklega Global Underground í Búddapest og svo sett sem var tekið upp á Miami og kallast Live@space in Miami.

Vonast til að sjá sem flesta!
LIFI GLOBALUNDERGROUND!!