Jæja kæru landar það er komin helgi og ég hef ákveðið að skella mér til Eyja. Ég var nú búin að ákveða það að vera í bænum alla þessa helgi og fara ekki út fyrir húsins dyr því ég átti að vera að spara peninga.. en ég var ekki að meika þetta þegar nær dróg helginni svo ég byrjaði að auglýsa eftir miða til eyja, og viti menn ég fékk hann á sínu upprunalega verði og legg af stað í fyrramálið (laugardag) með honum Herjólfi.
Ég fór þarna í fyrra í fyrsta skipti en var þá fyrir löngu búin að ákveða þetta, svo maður var þá búinn að sauma sér meira að segja búning og alle græjer. Og mikil lifanda skelfings var ósköp gaman þarna, að vísu var bong og blíða allan tímann sem gerði þetta ábyggilega enn betra en það hefði annars verið..
En minningin er svo ótrúlega skemmtileg að ég mátti bara til að fara þá aftur núna.. Ég ákvað það reyndar bara í gær þannig nú verð ég búningalaus.. en hvað um það. Það verður víst rigning núna svo ég tek bara pollagallann með mér.
Búist er við miklum fjölda á svæðið og miklu fjöri svona eins og vanalega.
En jæja ég læt þetta gott duga núna og skrifa ykkur svo hvernig ferðin var og hvort maður gerði einhverja skandala.
Heil og sæl,
LadyGay