Hvað finnst fólki almennt um Rugl.is og þær fjölmörgu síður sem birta myndir af djamminu?

Sjálf er ég mjög á móti þessu, ég er ekki hrifin af þeirri hugmynd um að þurfa alltaf geðveikt að passa mig að vera ekki asnaleg á djamminu af því að einhverjum gæti fundist sniðugt að taka mynd af mér og setja hana á netið. Það er alveg nóg að fólkið sem er viðstatt sjái mann gera sig að fífli.

Ég hef verið að djamma frekar stíft í sumar og ég er alltaf svona hálfvegis að pæla hvort að það sé nokkuð verið að taka af mér mynd.

Er eitthvað sem mar getur gert til að verða ekki fórnarlamb þessara geðsjúklinga?
Talbína