Ókeypis lifandi tónlist
Það er að skapast hefð fyrir lifandi músík á Sircus (Klappastíg) á miðvikudögum og í kvöld, miðvikudaginn 17. júlí, verður uppákoma þar sem Franz (Ensími) og Kristó (Vítamín) munu leika vinsæl dægurlög úr ýmsum áttum. Tónlistarmaðurinn Kofoed mun hleypa dagskránni af stokkunum með frumsömdu efni og mun leikurinn hefjast um 22:00. Það er öllum velkomið að kíkja við og að sjálfsögðu er ókeypis inn á Sircusinn.