Sumardjamm FM957
Ég get bara ekki lengur orða bundist vegna stefnu útvarpsstöðvarinnar FM957. Stefna stöðvarinnar virðist vera sú að koma fólki í trú um það að lífið sé ekkert annað en djamm og endalaus skemmtun sem það að sjálfsögðu er ekki. Nýjasta útspil stöðvarinn er íslenskur texti við hið ágæta lag Kiss, I was made for loving you. Megininnihald textans er hvað það er gaman að djamma með FM957. Í fyrra minnir mig að þeir hafi gert svipaðan texta við lagið I´ll be there for you úr Friends. Það er allt í lagi að djamma, ég er ekki að segja það, Ég djamma sjálfur og yfirleitt skemmti ég mér frekar vel. En það að lífið gangi út á djamm er bara því miður ekki rétt. Ég hlusta ekki á þessa stöð en heyri stundum í henni í vinnunni. Einhvern tímann heyrði ég: “Lífið er stanslaust FM djamm” !!!!???? Hvað er að þessum stjórnendum stöðvarinnar. Eru þeir svona vitlausir eða er þeim sagt af sínum yfirmönnum að reyna að troða þessum ranghugmyndum inn í hausinn á fólki. Það versta er að einhverjir, alltof margir, gleypa við þessu. LÍFIÐ GENGUR EINFALDLEGA EKKI ÚT Á PEPSI, CORONA, DORITOS OG DUREX. Annað hryllilegt er tónlistarstefna stöðvarinnar. Þar er leikið þetta hrá danspopp sem einfaldlega allir geta gert ef þeir hafa áhuga. Ég minni á Simpson´s þátt þar sem gert var grín að þessu. Bart, Nelson og fleiri voru ráðnir í hljómsveit eftir auglýsingu og slógu í gegn með hjálp tækninar sem getur breytt hvaða röddd sem er í bestu söngrödd. Og þetta forrit er til. Ég man samt ekki hað það heitir, en langflestir af þeim “listamönnum” sem fá lögin sín spiluð á FM957 nota þetta forrit. Það er alveg rétt sem Bono úr U2 sagði. “það verður að sporna við þessu, tónlist nútímans er að fara til andskotans með hjálp þessa forrits”. Þarna átti hann við þessar umræddu hljómsveitir og einstaklinga. Ég legg til að við hunsum þessa veruleikafirrtu, yfirborðskenndu og siðblindu stöð og látum í okkur heyra.