Djamm/ Akureyri
Jæja er einhver hér frá akureyri eða á það til að koma þangað! ef já hvernig finnst ykkur næturlífið þar? Ég bý á Akureyri og er eða réttarasagt var mikill djammari. Hér í þessum bæ eru einungis 3 skemmtistaðir fyrir okkur undir 30, Sjallinn, Kaffi Akureyri og Forsers fyrir utan Kaffi Amor en það er eiginlega bara kaffihús með smá diskói á efri hæðinni. Ef við byrjum á Sjallanum þá er eða á að vera 18 ára aldurstakmark en yfirleitt er hann troðfullur af einhverju 15-16 ára liði. Svo er hann lika eiginlega orðinn hálfsjúskaður og útdauður einhvernveginn.Svo er það Kaffi Akureyri, það er góður staður eða skástur af því úrvali sem við höfum. Forsters er pínulítill staður og þangað fara smágellurnar sem komast ekki inn í sjallann, þó það sé 18 ár á báða staðina, fyrir utan sömu grúbbuna sem hangir þarna hverja helgi. Hvað finnst ykkur um að opna nýjan skemmtistað og gera djammið örlítið fjölbreytilegra, og kanski opna keiluhöll sem er opin til c.a 23:30 það sem fólk getur byrjað að djúsa. Takk takk:)