Ég á til með að segja ykkur sögu af djamminu sem átti sér
stað síðasta haust. Þannig var mál með vexti að nokkrir
félagar mínir voru á ægilega súru djammi og allir í svaka
stuði. Þegar líða tók á daginn eftir stungu tveir vinir mínir upp á
að þriðji félaginn fengi sér tattú. Sá var í annarlegu ástandi og
sagði að ef vinirnir borguðu tattúið fengu þeir bæði að velja
myndina og staðinn. Þá lifnaði yfir mannskapnum enda þeir
félagarnir ekki þekktir fyrir annað en hugmyndaauðgi.
Ákváðu þeir félagar að vinurinn fengi tattúaða PÍKU neðan á
ilina. Leist vininum ekki á það í fyrstu, en þar sem hann er ekki
þekktur fyrir annað en að standa við orð sín, lét hann tilleiðast.
Var þá ræstur ónefndur listamaður í Reykjavík sem var
reyndar tregur til í fyrstu, en lét tilleiðast af eintómri
góðmennsku. Félaginn sem átti að fá tattúið var nú aðeins
farinn að óróast og vildi aðeins huxa málið betur, hann sagði
að konan sín yrði sennilega ekki mjög hress með þetta. Þá
varð félögunum að svari; Við erum búnir að ræsa rándýran
listamann og við erum ekki að fara að hætta neitt við!! Ekkert
kjaftæði! Á endanum settist hann í stólinn og listamaðurinn
hófst handa. Útkoman varð frekar ógeðsleg og gæti ég helst
ímyndað mér að svona litu kynfæri aldraðrar konu út.
Maðurinn sem um ræðir heitir Rúnar og er í dag ekki kallaður
annað en Runki Pjása af öllum þeim sem við höfum sagt
þessa sögu. :)
Látið þetta minna ykkur á að fara varlega og að lofa ekki
einhverju sem þið treystið ykkur ekki til að standa við!!!!