Ok.. þessi grein fjallar aðalega um aldurstakmörk á skemmtistöðum!
Ég, þessi ágæti unglingur á 17 ári, hef stundað einn ónefndan skemmtistað seinustu 2 mánuði, eiginlega allir sem ég þekki fara þangað þannig að ég geri það líka, nýbyrjaður að fara þangað, eiginlega búinn að fara hverja helgi, með skírteini bróðir míns, og alltaf komist inn. Nema eitt skipti, núna seinasta laugardag fékk ég “NEI! þú mátt ekki koma inn” frá mössuðum dyraverði sem að veit víst hver bróðir minn er, það sem ég vil, er að það sé breytt lögunum niður í 16 ára aldur til að geta drukkið áfengi og farið á skemmtistaði, semsagt einn og einn staður gæti haf´t sitt eigið aldurstakmark en mér finst eins og að almenn lög hjá ríkinu ætti bara að vera 16 ára.. Semsagt þegar maður er kominn á framhaldsskólaaldur.
Ég hef verið að berjast við þunglyndi seinustu árin, en er nú loksins að rífa mig upp úr því, en það hjálpar ekki að það skuli vera bannað manni að fara á djammið. Ég hef fengið leyfi hjá foreldrum mínum að fara á skemmtistaði, og er mér treist til að gera það, því má ég þá ekki gera það löglega ? Ég meina, ef ég vil fá áfengi þá get ég reddað því eins og allir unglingar, óþarfi að banna manni að fara á staði útaf þessari vöru.
Sko.. hvað á maður að gera á laugardagskveldi þegar maður er að verða 17 ára ? Hanga heima og spila spil við mömmu ?
NEI!
Vill ríkisstjórnin að unglingar séu frekar úti í kuldanum á nóttuni að drekka landa og láta nauðga sér frekar en að vera á löglegum stað það sem öryggisverðir eru ef eithvað skeður ?
Ég má víst löglega gifta mig áður en ég má drekka og fara á skemmtistaði.. er það ekki frekar fáranlegt ?
Afhverju má ekki mamma mín bara stjórna því hvernig ég er alinn upp, ég hef fengið leyfi hjá henni til að fara út að djamma! Afhverju þarf þá ríkisstjórnin að blanda sér inn í þetta og banna öllum yngri en 20 ára að fara þangað ?
bara seinasta laugardag, þegar ég var þarna úti, vissi að ég væri bara nokkrum metrum frá vinunum sem að voru þarna inni að djamma.. hlakkaði svo til.. en síðan fæ ég bara kalt NEI.. fyrir manneskju eins og mig þýðir það einfaldlega þunglyndiskast!
Ég bið ekki um marga hluti, en eitt af því fáu sem ég vil fá, er að geta hitt vini mína á djamminu!
Ég vil fá nútímalegra fólk í ríkisstjórnina!
Kveðja Geiri : )