Jæja kæru djammarar, mig langar að koma á framfæri skoðunn minn. Eftir að hafa hætt störfum sem barþjónn á gamla Thomsen tók ég mér gott frí frá öllu djammi og allri barþjónavinnu. Nú nýlega fór ég að láta sjá mig aftur í bænum á djamminu og kíkti á Spot Light. OK ég játa að Thomsen var ekkert til að hrópa húrra fyrir í sambandi við dóp og annað þess háttar og var staðurinn og harkalega gagnrýndur fyrir þær sakir. Spot Light er ein mesta búlla sem ég hef komið inná, þeir máluðu kannski og hengdu upp einhverjar myndir en liðið sem hangir þarna er ekkert til að hrópa húrra yfir, dópið er fljótandi í loftinu eins og súrefni og þeir einstaklingar sem eru að neyta þeirra eru ekkert að leyna því. Eg segi bara fólk fordæmdi Thomsen en hvað með Spot Light, kannski fylgir þetta húsinu veit það ekki, en eitt veit ég það var sama hvar ég gekk um í húsinu fann ég fnykinn af rössi og eitthað út úr dópað lið að reyna troða upp á mig alskonar skít. Takk fyrir.