p4a:
Ég hætti nú fyrir nokkuð löngu að lesa eða svara því sem þú skrifar, þótt ágætt sé reyndar að fleiri skoðanir séu í gangi en einlita pólitísk réttsýni, þá tilfinnanlega skortir ávallt rökstuðning sem er heilsteyptur frá þér. En látum það liggja milli hluta.
Það eina sem knúði mig til að skrifa í þetta skiptið var beinlínis rangfærsla þín. Þú ritar:
“Biblían hvetur ekki til dýrafórna en þar er sagt að smá þrælahald sé allt í lagi en smá þrælahald gerir öllum gott.”
Jæja, sem áhugamaður um biblíuna þá get ég ekki orða bundist. Þú hefur augljóslega ekki lesið hana, en 9 kaflar í þriðju mósesbók (þ.e. Lektevíusi) fjalla beinlínis um fórnir, og þar eru dýrafórnir hvað vinsælastar.
Tók saman 5 ritningar hérna fyrir þig, þú getur lesið annars 3. Mósesbók sjálfur ef þú hefur áhuga. En dýrafórnir koma mjög oft fyrir, þannig að þessi staðhæfing þín er alveg yfirgengilega heimskuleg.
Þriðja Mósesbók 1:2-5:
2“Tala þú til Ísraelsmanna og seg við þá: Þegar einhver af yður vill færa Drottni fórn, þá skuluð þér færa fórn yðar af fénaðinum, af nautum og sauðum.”
3“Sé fórn hans brennifórn af nautum, skal það, er hann fórnar, vera karlkyns og gallalaust. Skal hann leiða það að dyrum samfundatjaldsins, svo að hann verði Drottni velþóknanlegur.”
4“Því næst skal hann leggja hönd sína á höfuð brennifórnarinnar, að hún afli honum velþóknunar og friðþægi fyrir hann.”
5 “Síðan skal hann slátra ungneytinu frammi fyrir Drottni. En synir Arons, prestarnir, skulu fram bera blóðið, og skulu þeir stökkva blóðinu allt í kring utan á altarið, sem stendur við dyr samfundatjaldsins”
Þriðja Mósesbók 1:14-17
14“Vilji hann færa Drottni brennifórn af fuglum, þá taki hann til fórnar sinnar turtildúfur eða ungar dúfur.”
15 “Skal presturinn bera fuglinn að altarinu og klípa af höfuðið og brenna það á altarinu, en blóðið skal kreista út á altarishliðina.”
16 “Og hann skal taka sarpinn með fiðrinu á og kasta honum við austurhlið altarisins, þar sem askan er látin.”
17 “Og hann skal rífa vængina frá, en þó eigi slíta þá af, og skal presturinn brenna hann á altarinu, ofan á viðnum, sem lagður er á eldinn. Er það brennifórn, eldfórn þægilegs ilms fyrir Drottin.”
Þriðja Mósesbók 9:3-4:
“En til Ísraelsmanna skalt þú tala á þessa leið: ,Takið geithafur í syndafórn, og kálf og sauðkind, bæði veturgömul og gallalaus, í brennifórn,”
4 “og uxa og hrút í heillafórn, til þess að slátra þeim frammi fyrir Drottni, og matfórn olíublandaða, því að í dag mun Drottinn birtast yður.```”
Önnur Mósesbók 20:24 (sami kafli og boðorðin 10 eru í :)):
“Þú skalt gjöra mér altari af torfi, og á því skalt þú fórna brennifórnum þínum og þakkarfórnum, sauðum þínum og nautum. Alls staðar þar sem ég læt minnast nafns míns, mun ég koma til þín og blessa þig.”
Ætli ég endi þetta ekki á því þegar Biblían talar um að Drottinn vill ekki sjúkum dýrum sé fórnað fyrir sig, honum finnst það vanvirðing við sig.
Malakí 1:12-14:
12 “En þér vanhelgið það, með því að þér segið: ,,Borð Drottins er óhreint, og það sem af því fellur oss til fæðslu, er einskis vert.``”
13 “Og þér segið: ,,Sjá, hvílík fyrirhöfn!`` og fyrirlítið það, _ segir Drottinn allsherjar _, og þér færið fram það sem rænt er og það sem halt er og það sem sjúkt er og færið það í fórn. Ætti ég að girnast slíkt af yðar hendi? _ segir Drottinn.”
14 “Bölvaðir veri þeir svikarar, er eiga hvatan fénað í hjörð sinni og gjöra heit, en fórna síðan Drottni gölluðu berfé! Því að ég er mikill konungur, _ segir Drottinn allsherjar _, og menn óttast nafn mitt meðal heiðingjanna.”
Gaman að þessari biblíu. Þú ættir að fara samt rólega í fullyrðingarnar ólesinn. Ég sleppi því að taka þrælahaldið fyrir núna, en hverki stendur að smá þrælahald sé gott, heldur að þrælar skuli og eigi að hlýða meisturum sínum í einu og öllu, og vera ánægðir með það, öðruvísi eru þeir ekki þessum téða drottni þóknanlegir.
kv.
kundera