Ég sest hér niður og rita þennan stutta texta til að gera löndum mínum vart við þann atburð er átti sér stað fyrir skemmstu.
Eina helgi síðasta mánaðar, fór höfundur ásamt vinum og vinkonum að kanna næturlíf borgarinnar, ómeðvitaður um hvað koma skyldi. Eftir mikið glens og gaman lá leið okkar á einn að fjölmennari skemmtistöðum miðbæjarins því félagahópurinn ákvað að hittast þar. Eftir miklar æfingar á dansgólfinu gerðist nokkuð óvænt. Undirritaður sá hvar maður einn, á fimmtugs- eða sextugsaldri, nálgaðist félaga sinn aftan frá og horfði á hann girndaraugum í þó nokkurn tíma. Félaginn varð einskis var, þangað til maðurinn var kominn óþægilega nærri og loks upp að félaganum. Því næst færði hann hendur sínar á óæðri endann félagans og upp eftir bakinu.
Ekki veit ég hvernig þessum manni datt þetta í hug og trúi ég því að hann var að leita sér að litlum “piece of ass” ef ég má orða það svo. Við höfum jú öll okkar kenndir og þrár en það var eitthvað við þennan með sem mér fannst hrein viðurstyggð. En hann hélt áfram dansinum og vinkona mín ákvað að grípa inn í og bjargaði félaga mínum úr þessari prísund, með því að draga hann til sín og benda þannig á að félaginn minn væri “frátekinn”. En það breytti ekki miklu því maðurinn elti þau í smá tíma. Þegar honum varð ljóst að honum yrði ekkert ágengt, snéri hann sér að næsta pilti… MÉR!
Hvað var maðurinn að spá? Það er auðvelt að láta lemja sig, með því að láta svona. Maðurinn var drukkinn, en það breytir ekki neinu. Hann var heppinn að við erum ekki ofbeldishneigðir, og þegar hann gekk í áttina til mín, sagði ég við hann: “Nei nei, þú færð ekkert hér,” greip um axlirnar á honum, snéri honum við og ýtti í burtu.
Eftir þetta lét hann okkur í friði, en ég sá hann allt kvöldið vera að ganga um dansgólfið og horfa á hina og þessa stráka. Viðbjóður. Eitt skiptið sá ég hann klæða einn (sem var nota bene með stelpu) úr jakkanum og þukla á rassi og höndum. Furða að enginn skuli hafa rotað manninn.
Svo fórum við af staðnum og ég sá hann ekki meir það kvöldið, né frétti af honum…. nema þar til um daginn. Ég var að glápa á sjónvarpið, og viti menn! Kemur ekki viðtal við kauða í einhverjum tækniþætti þar sem stendur að viðkomandi er prófessor við Háskóla Íslands!!! PRÓFESSOR!!! Ojj. Þar sem ég er í H.Í. reyndi ég umsvifalaust að reyna að finna hvort hann hefði heimasíðu og netfang - bara til að geta haft uppi á honum ef eitthvað skyldi gerast. Og ég fann heimasíðu, með mynd af honum og öllu!
Ætli það sé víðtekin venja hjá prófessorum að djamma um helgar og leita sér að yngri mönnum til að taka heim?
Nei, ég held ekki. Ég kannast við of marga til að geta trúað því. En mig langaði bara að láta ykkur vita hvað er að gerast í þessu samfélagi.
Margt er nú til.
Kveðja,
Jericho