ég hef lengi beiðið og vonast eftir góðum trance & techno stað hérna á íslandi en engum hefur tekist að koma góðum stað á lappirnar. Þannig að hér kemur spurningin mín.

Er markaður fyrir góðan trance & techno stað, stað sem er skipt upp í tvennt, öðrum helmingnum er spilað gott trance og hinum gott techno. Sumir hugsa með sjálfum sér núna, ohh hann er að tala um svona Thomsen stað. Ég er ekki að tala um thomsen eða diablo. Ég er að tala um stað sem spilar ekki of mikila hardcore tónlist eins og var alltaf á thomsen heldur meira í léttari dúrnum. Meira svona Ibiza, ministry og sound tónlist. Snyrtilegan og flottan klúbb og að sjálfsögðu með stað sem er hægt að setjast niður og spjalla (þar sem tónlistin yfirgnæfir ekki allt)

Thomsen var aldrei neitt spes staður, hann var ósnyrtilegur og spilaði of mikla hardcore techno tónlist. Ég hef farið þó nokkuð oft á thomsen og í öll skiptin nema 1 þá var ekkert sérstök tónlist. Eina skiptið sem var góð tónlist var þegar það komu skotar að spila trance tónlist, það var helvíti magnað.

Ég er ekki heldur að tala um eitthvað svona lítið aðskotadýr eins og Diablo(væri ekki hægt að finna verri staðsetningu fyrir svona stað), við hliðin á Kaffi Austurstræti, hvað er liðið að hugsa.

Ég er basicly að tala um flottan trance og techno klúbb sem spilar flotta tónlist í stíl við nafnið.

Dæmi um tónlist sem er spiluð af Ministry of Sound:
http://www.simnet.is/snorrih/trance.mp3