Valentínusarveisla á Nasa
Vegna þess hve góð viðbrögð fólks voru við kvöldi Pacha á
Nasa þann 12. des. á síðasta ári, ætla nú fjögur fyrirtæki sem
hafa ekki unnið mikið saman áður, að stilla saman stengi
sína. Planið er að koma af stað klúbbakvöldum sem fengið
hafa nafnið Xtravaganza.
 
Fyrirtækin eru Leit.is, Undirtónar, Dreamworld og Sterio. Vefur,
blað, prómóter og útvarpsstöð. Þetta er sá pakki sem við
teljum nauðsynlegan til þess að geta smíðað smá senu í
kringum kvöldin, sem fólk vill taka þátt í.
 
Fyrsta Xtravaganzakvöldið
Fyrsta Xtravaganza kvöldið verður haldið á Nasa í kvöld (14.
febrúar) og verður að sjálfsögðu slegið til mikillar
Valentínusarveislu og er búið að setja saman góðan pakka
með tveimur fremstu plötusnúðum landsins, þeim Margeiri og
Grétari, sem í gegnum tíðina hafa kynnst öllum
skemmtistöðum landsins, sem eitthvað er varið í. Svo verða
þau J.Naz/Blazroca og súperskutlan DJ Sóley að kynna
kvöldið. Þessu til viðbótar mun svalasta fegurðarsamkeppni
heims (samkvæmt GQ) kynna þær 12 stúlkur sem taka þátt í
Ungfrú Ísland.is árið 2002.
 
Á staðnum verða einnig gerðar einhverjar útlitslegar
breytingar og um kvöldið verða Go-go dansarar,
bongóspilarar, spænskur gítarleikari og allt morandi í
fallegum stelpum og myndarlegum strákum.
Á barnum verður einnig bryddað upp á nýjungum, en fólk getur
verið í Las Vegas fíling, því menn munu kasta teningum til
þess að sjá hvort það getur unnið sér inn drykki. Og ef vel
gengur getur fólk átt von á skartgripum, allskonar glingri eða
bara utanlandsferð.
 
Framtíð Xtravaganza
Það er von þeirra sem standa að Xtravaganza að hægt verði
að gera skemmtilega hluti hér á landi með Xtravaganza. En
eins og er þá hefur okkur verið boðið að halda kvöld í
höfuðstöðvum Pacha á Ibiza, þar sem íslenskir plötusnúðar,
íslenskir dansarar og auðvitað fullt af Íslendingum sem eru
að spóka sig á Ibiza.
 
Í kringum Xtravaganza verður myndaður klúbbur, þar sem fólk
getur orðið meðlimir og skemmt sér bæði hér heima og
erlendis. Samstarfsaðilar nokkrir eru einnig með mikið af
skemmtilegum hugmyndum sem munu fara í framkvæmd á
árinu.
 
Þar sem Undirtónar eru hluti af þessu samstarfi þá mun vera
víst að fólk getur fylgst með viðburðunum í blaðinu og á
heimssíðu okkar. En það er einnig hægt að fylgjast með á
dreamworld.is, Leit.is og Sterio.is.
 
Hið gríðarlega öfluga vefsvæði, Leit.is, mun vera með
sérstaka heimasíðu tengda Xtravaganza og útvarpsstöðin
Sterio mun ekki láta sitt eftir liggja.
 
Verið með frá upphafi og mætið þann 14. feb á NASA.