172 dagar, 9 klst, 35 min, 40 sek, til Þjóðhátíðar Jæja Jæja þetta stittist! Og ekki get ég beðið!
ÞJÓÐHÁTÍÐ ER Í NÁND!
Nýtt ár er byrjað og hvað er bezt að gera á nýju ári annað en að undirbúa þjóðhátíð!
Ef það er eitthvað í lífi mínu sem ég hef ástæður til þess að hlakka til, þá eru það Verzlunarmannahelgarnar!
Hreint djamm fram eftir öllu! Tjalda, tjútta og djamma!
Hitta liðið aftur sem mar hefur verið að kynnast þarna og tjútta endalaust!
Það verður eflaust fleira fólk í eyjum þetta árið þar sem Eldborgarhátiðin er svo gott sem löngu búin. Nú stefna bara allir til eyja, tjah fyrir utan kúrekana á þjóðhátið og sjómennina á Sigló!
Ekki get ég beðið eftir að hoppsa uppí rútu og svo beint í Herjólf á miðvikudegi fyrir þjóðhátíð, tjalda á spottinu okkar, heilsa uppá tengdó og gera allt reddí og vakna svo úber hress á fimmtudeginum og dalurinn orðin fullur! ahh þvílíkur unaður!
Ferðirnar með bekkjarbílunum niðrí bæ til að grípa einn hambó á Kránni eða skella sér í ríkið svona rétt fyrir helgina! Yebbz þannig á lífið að vera! Svo að sjálfsögðu er hátíðin sett með pomp og prakt.. og allt gamanið byrjar! Endalaust djamm! Skandall að Ágúst skuli ekki vera í Júní!
Alveg er mér sama hvernig veðrið verður.. Fínt ef það verður sama bongóblíða og í fyrra.. Mjög gott. Og alls ekkert verra ef það verður rigning.. Þá fá allavega appelsínugulu pollagallarnir að leika lausum hala. Auk þess rennur mar betur niður brekkuna í rigningu heldur en í sól :)
Svo má ekki gleyma aðal sportinu.. Árna Johnsen! Það er varla þjóðhátið án elsku Árna, það vesta við að heyra í Árna syngja á þjóðhátið er tilhugsunin um það að það eru endalok þeirrar þjóðhátíðar og heilt ár þar til sú næsta kemur.. *snökt*
En nú ætla ég að fara og dusta rykið af pollabuxunum mínum, smyrja mér samlokur, redda mér í ríkið, þvo ullarsokkana og stuttbuxurnar mínar, leita mér af skikkanlegu tjaldi og gera mig reddí.. því það eru BARA 172 DAGAR Í ÞJÓÐHÁTÍÐ!! :)))))