Mig langar að fá álit ykkar á þessum útihátíðum sem við erum búin að vera að fara á seinustu ár.
Finnst ykkur vanta alvöru Festival/Útihátíð út á landi þar sem úngt fólk á öllum aldri getur komið og skemmt sér og horft á stóra erlenda og íslenska artista ?
Eða finnst ykkur það vera algjört rugl og að þetta endi bara eins og allar hinar hátíðinar ens og Halló Akureyri,Eldborg,Uxi sem dæmi ?
Eða er komin tími á að úngt fólk geti komið og skemmt sér saman á flottri hátíð þar sem fólki er ekki meinað að koma og tjalda og skemmta sér eins og flestar hátíðir eru orðnar núna.
Og hvaða staði sjáið ÞIÐ ykkur fyrir svona viðburð ?
Það er varla ein hátíð eftir fyrir þennan hóp á íslandi,það er fáránleg staðreynd.
En ég veit það fyrir víst að það eru 3 einstaklingar á íslandi þessa stundina að skipuleggja mjög stóran viðburð sumarið 2009 út á landi og megin markmiðið þar er að skipuleggja stórt Festival/útihátíð með mjög stórum artistum.Og það á að leggja mjög mikla vinnu í að koma í veg fyrir allt ruglið sem hefur komið fyrir á seinustu árum á svona hátíðum og að sýna íslenska yfirvaldinu að þetta sé hægt.
Og til að bæta því við að þá eru viðræður byrjaðar við mjög stóra erlenda artista í sambandi við þennan viðburð og þið sjáið að það er ári fram í tíman þannig að þið sjáið að mönnum er mein alvara með þetta.
En okkur hlakkar mjög svo að sjá viðbrögðin frá ykkur.
Látið allt flakka :O)
Word to your mother !!