Góðan Daginn.
Þetta er mín fyrsta grein þannig að þið verðið að afsaka stafsetningu mína
Ég er með spurnigu sem ég er ekki alveg viss um hvort hun eigi að vera hérna. Þegar lögreglan kemur inni hús þar sem tilkynnt er um unglingadrykkju. Þarf hun ekki að vera með einhverskonar Leitarheimild?
Ég hélt uppá 18 ára afmælið mitt seinustu helgi. við vorum 4 yfir aldri sem sagt eldri en 18 ára. Undir aldri voru 11 manns og 7 af þeim voru að drekka. svo skyndilega kemur lögreglan og allir sem undir aldri voru nu þegar úti að reykja og taka bara á sporið. ég fór í aðaldyrnar til að taka á moti lögregluni ásamt vini minum sem er 20 ára. Taka skal fram að allir unglingar(undir aldri) eru farinir útur húsinu. ég bið i 2 minotur sirka eftir að lögreglan kemur en hun lætur ekki sjá sig.Ég labba þá aftur inni hus i þeirri merkingu að löggan hafi ekki verið á leið til min. þegar ég kem inni íbuðina þá standa 3 lögregluþjónar hjá mér og eru að skoða ibuðina hjá mér. ég tek á moti þeim og var svoldið ölvaður. þeir eru með stæla og hroka gagnvart mér og vinum minum sem vorum allir yfir aldri(18), sögðu við mig að það hefði verið kvartað undan unglingadrykkju og hávaða. Taka skal fram að lögrelan er kominn til min um hálf 10 og hefði ég nu ekki vitað til betur en þu mátt vera með eins mikin hávaða fram að klukkan 10. Og engir unglingar voru fundir inná heimili mínu,né fyrir utan. Stuttu siðar er bróðir minn og kærastan min sem voru fyrr i partinu tekin fyrir að vera að labba og voru svoldið ölvuð klukkan 21:50. Þau eru bæði 16 ára gömul og utivista timinn þeirra er til miðnættis. Þar að auki lenti móðir min i veseni þvi hún átti íbuðina sem ég var með. Þannig ég spyr þarf lögreglan ekki að vera með einhverskonar leitarheimild?
Takk fyrir.