Gamlárskvöld á Rauða ljóninu (Let me rewind your order).
Paradox mætir frá London í öllu sínu veldi og heldur uppi baneitraðari Drum&Bass harðneskju fram eftir nóttu. Hann er enginn nýgræðlingur og er búinn að vera að síðan 1988 og gaf sinn fyrsta singul út aðeins 17 ára á Moving Shadow útgáfufyrirtækinu. Hann hefur einnig látið heyra í sér frá öðrum útgáfufyrirtækjum eins og t.d. Reinforced, Good Looking, Certificate 18, Partisan, Renegade Hardware, Timeless, Total Science's og fleirum. Ekki eru upphitarar hans af verri kanntinum, Elli, Rikki, Héðinn og Kristinn, en þeir láta sjá sig reglulega bakvið plötuspilarana á Breakbeat.is kvöldum
Á efri hæðinni verða Fingaprint og M.A.T með pumpandi HipHop fyrir kengbeyglaðan landann og munu þeir ekki bregðast frekar en fyrrdaginn.
Í koníakstofunni mun DJ Atli halda öllum sveittum og rauðum með Djúpu Húsi og Techno sveiflum.
Húsið opnar klukkan 00:30 og verður fram á morgun. Aldurstakmark er 20 ár. MÆTIÐ MEÐ SKILRÍKI.