——————– Fræðsla Dóps ( E-pillu og fleirra ) ———————–
Við strákarnir í skólanum vorum að velta því fyrir okkur hvort væri siðferðislega rétt að fræða fólk um neyslu nokkurra eiturlyfja. (Þá meina ég í raun “hvernig skal nota lyfið”)
Ég hef verið að gera mjög stóra rannsókn á MDMA (Esctasy / e-pillu) fyrir forvarna-tíma í líffræði. Við áttum að nota þær upplýsingar sem okkur voru gefnar í bókinni og á blöðum sem við fengum afhent. Ég straujaði framhjá þessarri reglu og gerði mína eigin rannsókn og komst að sjokkerandi niðurstöðum sem ég mun koma á framfæri hér eftir smá.
Fyrst ætla ég að útskýra mál mitt í sambandi við “Fræða fólk um neyslu”
* Þetta á sérstaklega við neyslu á “léttari efnunum”
—————- Staðreindir og upplýsingar um Ecstasy ————
Ecstasy: Dauðstilfelli af efninu eru 2 af hverjum 1.8 milljónum. (Tengt við beina neyslu af efninu án þess að taka ofhitnunarvandamál, ofdrykkju af vatni og áfengi með í niðurstöður.)
*Ath í bandaríkjunum lifa um 300 milljón manns (uþb 300 manns á ári)
vá.. 300 manns það er mikill fjöldi. En miðað við sömu staðla eru 110.000 manns sem deyja af völdum áfengis á ári í bandaríkjunum.
110.000 - 300 = 109.700 fleyri manns deyja af völdum áfengis en Ecstasy í USA.
Aðal orsök dauða af völdum Esctasy er eftirfarandi:
* OFdrykkja af vatni (Drekka skal ~0.5 lítrar á klukkustund ef dansað er af mikilli hörku) Ekki meir og ekki minna. Ofdrykkja getur leitt til þess að nýrun senda frá sér rangskilaboð til líkamans og eyturáhrif myndast og valda dauða.
* Áfengi + Esctasy = hryllingur, notandi getur SLÉTT úr tönnunum á sér (gnýstir þeim pikk föstum saman) ósjálfrátt ef hann fellur í ómeðvitund (ofdrykkja/slagsmál) hjartað getur gefið sig, lifrin og nýrun einnig. Hef verið persónulega vitni af þessu gerast (þetta með tennurnar)
* Önnur efni + Esctasy = sami hryllingurinn… EKKI blanda efnunum saman.
* Uppþornun = komast framhjá þessu með því að drekka uþb 0.5L af vatni á klst miðað við mikinn dans.
—————- Niðurstöður og upplýsingar ————
Nú að niðurstöðunni sem ég fékk úr rannsókninni minni í skólanum.
* Á forvarnarblaðinu okkar fengum við mynd af heila með (fyrir / eftir) notkun af einni esctasy pillu.
Þessi mynd er röng og er byggð á falskri rannsókn.
1) Í rannsókninni urðu mistök við skráningu á efninu og var óvart notast við efnið “methamphetamine” (Meth/ice/crystal) sem er MIKIÐ mikið sterkara efni en MDMA. Getið lesið um það á netinu og áhrifin sem það veldur.
2) Í rannsókninni var notast við apa en ekki manneskju.
3) MethAmphetamine var sprautað í æð á tilraunadýrinu.
Þessar niðurstöður leiddu til eyturáhrifa á seratónín kerfi heilans sem leiddi til 40-80% minkun á seratónín í heilanum og sýna þess vegna nokkurskonar “göt” í heilanum sem “gróa” aldrei aftur.
Þessi rannsókn var endurtekin seinna af rússneskum rannsóknarmönnum fylgt eftir ströngum reglum.
* Manneskur voru notaðar við tilraunina
* Hársýni voru tekin til að úrskurða um hvort MDMA efnið væri 100% í líkamanum.
* Gengið var útá það að notendurnir væru ekki undir áhrifum annarra lyfja en MDMA.
* MDMA (3,4-methylenedioxy-N-methamphetamine) var gefið tilraunahópinum í töfluformi.
Niðurstöður: Hæðstu tilfellin sýndu 4-8% lækkun á seratónín í heilanum. Heilinn nær 100% seratónín byrgðum upp aftur eftir uþb 1-2 mánuði.
—————- Lokaorð ————
Lokaorð rannsóknar: Ekki er ráðlagt að taka MDMA. En ef þú ferð útá þá braut þá er nauðsynlegt að fylgja “leiðbeiningunum” missa sig ekki í gleðinni, vera skynsöm/samur og ekki OFNOTA efnið.
Strax og farið er útí ofnotkun þá lækar seratónín framleiðsla heilans til muna og alvarleg þunglindis einkenni koma fram, hætta á sjálfsmorðum og ofbeldi.
Þessi litli pistill hérna er engannvegin tæmandi listi af þeim niðurstöðum sem ég fann.
Ég lagði af stað í rannsóknina með það hugafar að E-pilla væri eitt hræðilegasta dóp sem til væri en eftir að hafa lagt svona mikla vinnu í rannsóknir á því hef ég allt aðra sjón á því.
Ég hvet eindregið til umræðu um þetta. Persónulegum skoðunum hélt ég algjörlega í lágmarki meðan ég skrifaði þennan pistil.
Dauðatilfelli esctasy vegna esctasy af völdum uppþornunar, ofdrykkju, áfengisneyslu og annarra efna með eru ( ~250 / 1.800.000 manns) Þessi tala er minkuð niður í ( 2 / 1.800.000 manns) ef dópið er notað “rétt”.
Svo spurningin er: Er siðferðislega rétt að fræða manneskjur um neyslu dóps??
———————— Heimildir ———————
Ebooks:
[MDMA]Ecstasy-The Complete Guide.Holland.0892818573
[MDMA]MDMA - Ecstasy - DEA Drug Inteligence Brief
[MDMA]MDMA Neurochemistry
[MDMA]MDMA-Assisted Phychotherapy In The Treatment Of Posttraumatic Stress Disorder-Mithoefer
[MDMA]Ecstasy Treatment & Rehab
*MDMA Research, National Institute on Drug Abuse(NIDA)
Heimasíður:
http://www.drug-help.net/ecstasy.htm
http://Video.google.com
http://en.wikipedia.org/wiki/MDMA
http://www.landlaeknir.is/?PageID=459
http://www.sigurfreyr.com/hordu_efnin.html
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi