(plís engin/nn að koma með diss á þessa grein eða reyna að segja e-h gegnt þessu)
ég var svona smá að pæla hvernig opnuðið ykkur fyrir foreldrunum þannig að þið getið komið hreint fram við þau, og vinna upp traust þeirra og svona?
í fyrra í byrjun september hélt ég bekkjarpartý þegar mamma og pabbi voru út á landi, ég hélt það í leyfisleysi og þegar þau komu til baka,fattaðist allt og þau urðu að sjálfsögðu snarbrjálðu, sérstaklega mamma mín, hef aldrei séð hana jafn reiða á ævini. hún varð alltaf reiðari og reiðari því sanleikurinn kom alltaf smátt og smátt í ljós, reyndi alltaf að ljúga meira.
ég lærði svo mikið af þessu að ég er alveg hætt að ljúga að foreldrum mínum! alveg!
ég lofaði þeim að bíða með að drekka og hef staðist við það og sýnt þeim að þau geta treyst mér.síðan bættu þau við að ef ég myndi byrja að drekka e-htímann að þau kæmu hreint fram við mig og auðvitað vil ég það í staðin fyrir að gera þetta verra og fara á bakvið þau, ég veit að þá fengi ég hrykalegt samviskubit!
ég hef bara drukkið á einu balli í fyrra en það voru bara nokkrir sopar, hef reyndar ekki sagt þeim frá því, því þau spurðu aldrei.
hef ekki drukkið síðan þá en núna er árshátíðin bráðum og ég vil drekka, mér bara finnst erfiðara að tala við þau en ég hélt.
ég hef alltaf verið engillinn í fjölskylduni og þess vegna gæti þetta orðið smá áfall fyrir þau.
þau vita að ég er mjög skynsöm og myndi aldrei drekka mikið, hef engan áhuga að drekka mig fulla.
ég hef sýnt þeim núna í 7 mánuði að mér er treystandi en trúi því að þau gætu sætt sig við þetta ef ég tala alvarlega við þau(sem ég hef ekki gert síðan í fyrra)
þannig hvað finnst ykkur að ég ætti að gera? hvernig á ég að tala við þau? :/