Þetta er eitthvað sem ég hélt að væri ekki til hérna á Íslandi!

Í gær var mánudagur, ég fór í bíó með vinkonu minni á “The Man Who Wasn't There” í Stjörnubíó. Eftir myndina löbbum við upp Barónsstíg í átt að bílnum, á móti okkur labbar maður.

Hafiði séð Happiness? Gaurinn leit nákvæmlega út eins og feiti perrinn ´sem rúnkaði sér í símanum, brundaði á vegginn og klístraði á póstkort…kanski aðeins feitari.

Hann var alveg blindafullur og sagði “Hæ” þegar að hann labbaði fram hjá okkur, ég sagði bara “Hæ” til baka og við löbbuðum áfram. Hann byrjaði að elta okkur og þegar að við vorum alveg að koma að bílnum kallaði hann á eftir okkur.

Feitur: Afsakið krakkar!
Feitur: Ég þarf að spurja ykkur að sottlu

Ég bjóst kanski við að hann vildi fá lánaða sígó eða bara eitthvað og við löbbuðum til hans.

Feitir: Mig langaði að spurja ykkur…..ekki þurfið þið nokkuð pening?
Ég: Neeeeeiiii….held ekki sko
Feitir: Eruði alveg viss? Full af pening….
Ég: Ég er ríkur forritari…mjög hamingjusamur….mjöööög ríkur
(kanski ekki en þetta var bara eitthvað sem ég sagði svo ég þurfti ekki að hlusta á meira frá honum)
Feitur: Allt í lagi þá…afsakið
Ég: bless bless

Ég og vinkona hlaupum í átt að bílnum, læsum á eftir okkur og brunum af stað.

Ég vildi ekki heyra hvað hann vildi þegar hann bauðst til að láta okkur fá pening….þetta var allt of ógeðslegt. Gaur fullur á mánudegi að spurja edrú fólk svona spurningar.
www.eve.is