SVAKALEGT KLÚBBAKVÖLD Á NASA MEÐ NICK WARREN
SEM LOKAR ÁRINU MEÐ DANSVEISLU AÐ HÆTTI FLEX MUSIC
Flex Music í samstarfi við Corona, Pioneer PRO DJ og Cruser Footwear kynna:
Nick Warren er breskur progressive house og trance plötusnúður sem slegið hefur í gegn um heim allan. Þá sérstaklega hjá Global Underground útgáfufyrirtækinu sem hafa gefið út frábærar plötur tileinkaðri klúbba- og danstónlist. Plöturnar eru tileinkaðar ákveðnum borgum um heim allan. Alls hafa komið út sex GU plötur frá Nick Warren. Sem annar helmingur tvíeyksins Way Out West frá 1994 er Nick Warren án efa með þekktustu og færustu plötusnúðum danstónlistar í dag.
Fyrir átta árum síðan gaf Nick út plötuna Back To Mine og árið 2001 kom út diskurinn Renaissance: Revelation sem hann gerði með Danny Howells. Nick Warren hefur spilað með plötusnúðum á borð við Sasha og Digweed sem og hljómsveitinni Massive Attack.
Árið 1990 var Nick Warren orðin reglulegur plötusnúður á Cream í Liverpool á Englandi. Hann setti saman þriðja disk Global Underground seríunnar með syrpu sem tekin var upp í Prag, Tékklandi. Þar næst átti hann eftir að setja saman fimm GU diska í viðbót. Diskar sem tileinkaðir eru Brasilíu, Búdapest, Amsterdam, Reykjavík, Shangai og nú síðast París.
Nick Warren kemur fram á klúbbakvöldi Flex Music þar sem ásamt honum kemur fram einn heitasti plötusnúður íslands um þessar mundir, Danni Bigroom. Kvöldið hefst á miðnætti og verða miðar seldir við hurð á 2.500 svo það er best að tryggja sér miða í forsölu.
Nick Warren
Danni Bigroom
@ NASA 28. desember 2007
Forsala í Mohawks (Laugavegi) og Skór.is (Kringlunni)
Miðaverð 2.000.-
Flex.is
Nick Warren's website
http://www.djnickwarren.com/
Nick Warren á Discogs
http://en.wikipedia.org/wiki/Discogs
Nick Warren's MySpace page
http://www.myspace.com/nickwarrenhope
Nick Warren's Tracklisting archive
http://www.troonik.com/r/3/54/nick-warren.aspx
Nick Warren's All DJ site
http://alldj.org/index.php?name=News&new_topic=70