Techno.is kynnir jólagleði með Timo Maas á Nasa laugardagskvöldið 22. desember næstkomandi. Timo Maas er án efa eitt stærsta nafnið í danstónlistinni fyrr og síðar og einn sá allra fjölbreittasti plötusnúður innan dansgeirans. Ferill Timo Maas er glæsilegur en hann er einn af þeim plötusnúðum sem hefur þá helst náð til almenningsins. Timo Maas hefur þá margsinnis spilað hringinn í kringum hnöttinn á stærstu og þekktustu tónleikastöðum og klúbbum heimsins. Timo Maas hefur komið framm og túrað með stórsveitum á borð við Depeche Mode og Muse og gert tónlist með stjörnum eins og Jamiroquai, Placebo og Madonnu. Hann hefur unnið til margra verðlauna á sviði danstónlistarinnar og hafa myndbönd kappanns orðið nokkuð vinsæl, þá einkum myndbönd laganna “Help me feat. Kelis”, “Shifter” og “First day” með Brian Mlko & Jokate. Timo Maas hefur náð gríðarlegum vinsældum í gegnum árin hér á landi og hefur mikið verið spilaður í íslensku útvarpi á Fm957 með lagið “First day” og á Flass 104,5 með sína útgáfu af laginu “Doomsnight” með Azzido Da Bass og “Help me” með Kelis.

Miðasalan er nú þegar hafin í Allsaints Kringlunni og kostar 2.000 kr. Miðaverð við hurð er 2500 kr. En síðast þegar Timo Maas spilaði á Íslandi þá seldust allir miðarnir upp og Nasa lokaði fyrir þá sem ekki höfðu krækt sér í miða fyrir kl.00:00. Það er hinn virti og háttsetti Sean Danke eða Dj Grétar G. eins og flestir þekkja hann sem sér um að hita upp fyrir Timo Maas. Þetta er í þriðja skiptið sem að Timo Maas spilar á Íslandinu góða. En síðan er það í umsjón Exos að klára kvöldið með eitruðum “Tech-trance” nótum.

Techno.is hefur haft nóg að gera á þessu ári með gestum eins og Sander Kleinenberg, Fedde Le Grand og Pendulum fyrr á árinu og ferskum nöfnum á borð við Chris Lake, Dirty South og Dj Tiesto nú að hausti til. Árið 2008 verður ekki síðra en haldin verður vetrahátíð Techno.is í febrúar þar sem aðdáendur Benny Benassi fá loksins að líta kappann augum. Það er svo heitasti plötusnúður “TechTrance” geirans Herra Sander Van Doorn sem mun sjá um að trylla lýðinn á 3ja ára afmæli Techno.is þann 8. mars en Sander Van Doorn er uppáhalds plötusnúður Techno.is um þessar mundir.