lífreynslusaga
ég ætla að segja ykkur litla sögu af síðasta stóra fylleríinu mínu, eftir það ákvað ég að hætta að drekka. kvöldið byrjaði á því að ég keyrði heim til vinar míns, hann bauð mér upp á bjór og að sjálfsögðu þáði ég hann, svo komu félagar okkar við og vildu fá okkur niðrí bæ, ég sagði að ég gæti keyrt niðrí bæ því ég hefði bara drukkið einn bjór og ætlaði ekki að drekka meira. við erum komnir á nelly´s og allt á hálfvirði, ég gat ekki sleppt því að fá mér einn bjór, “ég get alveg keyrt heim þó ég fái mér einn bjór” sagði ég, svo urðu þeir tveir, svo þrír og á endanum urðu þeir sex. ég vinur minn ákvöðum þá að skilja við hópinn og fara á einhvern strípistað, vegas varð fyrir valinu og við röltum uppeftir. þegar á vegas var komið fékk ég mér einn tvöfaldan, horfði á sjóið fékk mér annan, horfði aðeins meira fékk mér svo annan, nú var ég búin að drekka 7 bjóra og 3 tvöfalda og annar vinur minn kemur á vegas til að hitta mig (ekki sá sem er með mér)hann sér hversu fullur ég er orðinn og býðst til að geyma bíllyklana fyrir mig, en ég segi að ég ætli ekki að keyra heim, “ég veit betur en það” sagði ég svo að vinur minn (ekki sá sem er enn með mér inná vegas)fór heim því að hann átti að mæta í vinnu um morguninn. eftir að hann fór var mér og vini mínum boðinn boðinn einkadans, við vorum vel í því og fengum okkur sinhvort 5fallt einkasjóv, eftir það fékk ég mér 2 tvöfalda ogsvo annað 5fallt einkasjóv, svo var klukkan orðinn 7 um morguninn og vegas var lokað, ég og vinur minn röltum þá niður laugarveginn og viti menn club 7 var opinn, við stóðumst ekki freistinguna þetta voru örlög okkar þessa nótt (eða morgun), þar fékk ég 2 tvöfalda í viðbót og enn eitt 5falda einkasjóvið. klukkan var orðin 9 um morguninn og club 7 var lokað svo að við vinirnir ákvöðum að fara heim, vinur minn spurði hvort við ættum ekki að slæsa saman í leigubíl, þá sagði ég “hvaða vitleysa það er nokkurn veginn alveg runnið af mér” ég var að sjálfsögðu blindfullur en vinur minn féllst á að koma með mér í bílinn og ég skuttlaði honum heim, á leiðinni heim mundi ég eftir að vinur minn (sá sem kom á vegas að hitta mig) átti að vera að vinna, svo að ég ákvað að koma við hjá honum, þegar ég keyri inn á planið á vinnu staðnum hans tek ég eftir löggubíl fyrir aftan mig, ég legg í stæði og löggubíllinn leggur fyrir aftan mig, ég stíg út úr bílnum annar lögreglumaðurinn biður mig að koma, ég spyr hvort ég hafi keyrt ólöglega, hann segir mér að koma inn í bílinn. þegar ég er kominn inní bílinn spyr ég aftur hvort ég hafi keyrt ólöglega,lögregumaðurinn segir mér að þeir séu bara að tékka á fólki, ég laug því að ég væri að mæta í vinnu, þeir sögðu að ég mætti fara, þvílík heppni eftir þetta ákvað ég að hætta að drekka, ég byrjaði reyndar að drekka 4 mánuðum seinna enn ég hef breytt drykkjusiðum mínum mikið siðan þetta kvöld. þegar maður eyðir 60.000 krónum og missir næstum því bílprófið sama kvöldið breytir það lífi manns