Ég veit að þetta er búið að fara hér í geng alveg all oft en ég er bara með smá pælingu og bara til að benda á það þá er ég aðalega að tala um skemmtistaði. Ég á eftir að koma með marga liði svo að þetta gæti verið soldið illa sett upp.
Ég reyki daglega og líka á djamminu og næstum allir vinir mínir reykja(á djamminu eða/og daglega) og 85% af fólki sem ég þekki reykja(á djamminu eða daglega).
Ég er alfarið á móti þessu banni enda að mínu mati er þetta afskiptasemi hjá fólki(Stjórnmálamönnum) sem fer ekki út að skemmta sér því það er of gamalt.
Ég er búinn að vera að skoða þessar greinar sem komu hér á undan og þar kom einn sem á heima á Nýja-sjálandi með þann punkt að þar hefði þetta bann verið í 2ár og nú gæti fólk ekki hugsað sér að reykja inni á skemmtistöðum, en gallinn er að við erum á íslandi og hér er kalt meiri hluta ársins. Ég get alveg séð að þetta myndi virka yfir sumarið, en hvað með næsta vetur ? Persónulega myndi ég fara í partý í heimahúsi þar sem mætti reykja inni eða jafnvel bara sleppa því að fara að djamma og eyða 80% af tímanum úti í kuldanum.
Þetta er til starfsfólks á skemmtistöðum sem eru að kvarta yfir reykinga lykt af sér eftir vinnu, eins og þið hafi ekki vitað að það yrði reykt MIKIÐ í kringum ykkur þegar það sótti um vinnu á barnum eða dyravörslu?
Og svo þetta rugl með að 30% af landinu reyki daglega og 70% reykir ekki. Þannig er það að í þessum 70% er kannski 10% börn undir 18ára sem fara ekki á djammið og koma þessu þannig ekkert við, 20% af þessum 70% reykja bara á djamminu og 25% fara ekkert á djammið. Semsagt samantekt af þessu er þá eftirfarandi:
10% Börn(Fara ekki á djammið)
25% Fólk sem fer ekki að djamma
15% Reykja ekki og fara á djammið
50% Reykja dagslega eða bara á djamminu
Bara að benda á það þá er ég ekki alvitur heldur er ég að taka þessar tölur úr annari grein hér.
Fólk sem heldur því fram að óbeinar reykingar séu hættulegri en beinar reykingar eru fífl.
Svo að ég geri þetta pínu skírara þá er reykurinn sem er búinn að fara í gegnum filterinn á sígarettunni og ofan í lungun á mér og svo aftur upp mjög skaða lítill, það er reykurinn sem rýkur af sígarettunni sem fer ekki í gegnum filterinn sem er hættulegastur og ef fólk hefur ekki tekið eftir því þá leitar hann upp og fer voða lítið í aðrar áttir. Svo að til að vera í þessum skaðlega reyk þyrfti fólk að vera alveg upp í mér til að vera að anda honum inn. Þið sem reykið ekki og eruð að móti reykingum eru þið mikið að leitast eftir því að troða ykkur hjá fólki sem er að reykja?
Ég verð samt líka að segja eitthvað um þetta með veitingarhúsa reykingar þá mætti alveg banna þetta fyrir mér ég get alveg beðið þangað til ég er búinn að borða til að reykja.
En hinsvegar væri líka hægt að skilda þá staði sem vilja leyfa reykingar að hafa það þá lokað af frá því reyklausa og með mjög góðri loftræstingu.
Endilega komið með skoðanir,
nema ef þið ætlið að koma með eitthvað líkt eftirfarandi:
“Reykingar sökka!”
“Reykingar eru óhollar hættu því”
Ég fékk nóg af þessu frá fólki sem ég var með í menntaskóla og meiri hlutinn af þeim er byrjað að reykja í dag. Og mömmu minni.
“Þú reykir svo þú veist ekki hvernig þetta er!”
Þið eruð líka að gleyma því að ég reykti ekki alltaf og ég á tvo foreldra sem reykja svo að ég veit alveg hvernig þetta er.
Kveðja,
Kai