Grabbarna Grus köllum við venjulegast litla 5 manna gengið okkar hér í Svíþjóð! Við kynntumst allir þegar við byrjuðum í sama bekk í menntaskólanum! Við byrjuðum að djamma saman og þetta endaði með því að við fórum í ferð til Ungverjalands í Júlí!
Fyrir ferðina bjóst ég við skemmtilegri fyllerísferð þar sem við mundum drepa lungun okkar og ekki mikið annað! Ég bjóst ekki alveg við sumum extra hlutum sem að mundu gerast!
Við leigðum hús með 3 svefnherbergjum (5 rúm), eldhúsi, baðherbergi, klósetti og stofu! Svo má ekki gleyma 600 fermetra bakgarðinum! Bærinn heitir Siofók og er við vatn sem heitir Balatón!
Það fyrsta sem að við gerðum var að sjálfsögðu að fara útí búð og kaupa fullt af áfengi! Við vorum þreyttir eftir langa ferð frá Malmö þannig að við ákváðum að taka því rólega og drekka smá heima fyrsta daginn! Daginn eftir fórum við niður í bæ á púbbana og þar kom kvöldið sem ég hafði hugsað mér áður! Tequila Sunrise, Blue Lagoon, Long Island Icetee og fullt af öðru gotteríi sem að rústaði okkur svo mikið að ég stal víst öllum peningunum af vini mínum til þess að geta keypt meira áfengi, tók taxi heim án þess að vera með peninga á mér og að sjálfsögðu kom ælan (þetta fékk ég flest allt að heyra daginn eftir af þeim 2 sem að tóku því aðeins rólegra þetta kvöld)! Næsta dag var ég svo þunnur þannig að 3 bjórar nægði!
En á 4 deginum kom besta kvöld lífs míns! Þá fékk ég vini mína til þess að fara á einn klúbbinn í bænum! Það er til bæði Flört the club og Club Palace! Við fórum á Palace! Ég var ekkert smá spenntur útaf því að ég hef hlustað á raftónlist í 9 ár og hef dreymt um að fara á klúbb næstum því allan þennan tíma. Jafnvel þótt að ég hlusta bara á House og Progressive núna var mér alveg sama um hvaða tónlist þau mundu spila á þessu kvöldi! Bara það að þetta var klúbbur var nógu mikið fyrir mig! Það fyrsta sem maður sér þegar maður kemur inn á Palace er stór garður án þaks! Þarna er lítið dansgólf með lélegri “vinsælli” raftónlist! Það fyrsta sem ég gerði var að fara að litlum bar þar sem ég kynntist besta barþjóni sem ég hef hitt! Hann vildi strax gefa okkur það sterkasta sem hann átti (Absinth) og var mjög vingjarnlegur! Þegar ég var búinn að skemmta mér með honum í smá tíma fór ég með 2 vinum mínum upp á efstu hæðina þar sem að strippklúbburinn var! Þar gera þær allt fyrir mjög mjög lítinn pening! (ég nefni engin smáatriði :P)!
Síðan fór ég niður og djammaði á stóra klúbbgólfinu! Ég var svo ótrúlega glaður! Vinir mínir sögðu að ég hafi bæði hlegið og grátið þegar ég dansaði nonstop í einhverja klukkutíma!
Síðan var kominn tími á að fara heim og þá vorum við líka keyrðir heim í svona litlum Palace strætóum :)! Ég hitti nokkra þjóðverja í mini-strætónum og ég var svo glaður að ég þurfti að öskra fult af ljótum hlutum á strætóbílstjórann sem að kunni greinilega þýsku! það endaði með því að hann vildi ekki keyra okkur heim! við fórum ekki úr strætónum þannig að hann keyrði útá lögreglustöð! það sem að kallinn átti erfitt með að fatta var að húsið okkar var nokkrum metrum frá lögreglustöðinni þannig að við bara hlupum úr bílnum og heim :)!
Daginn eftir voru allir eitthvað latir en ég vildi fara beint á klúbbinn aftur! ég fékk engann með mér þannig að það varð ekkert! En einum degi seinna fékk ég einn vin minn með mér og það nægði fyrir mig! Fyrst fórum við á Flört The CLub en það var ekki mikið fólk þar! Ég held samt að sá klúbbur sé skemmtilegri en Palace þegar það er mikið fólk! En við fórum til Palace í staðinn og endurtókum kvöldið 2 dögum áður!
Síðan fórum við heim því miður! Ég man núna eftir bestu ferð lífs míns þar sem að það var gott veður, fullt af vingjarnlegum, sætum stelpum, ódýru áfengi og staðnum þar sem ég fór á klúbb í fyrsta sinn! (síðan má ekki gleyma að ég eiddi 45 000 krónum þarna)!
Þessi ferð þýddi mjög mikið fyrir mig því að ég veit núna að ég á eftir að stefna að einhverju sem hefur með klúbb að gera seinna í lífinu! Ég veit mikið um tónlist og það væri draumur að vinna með raftónlist í framtíðinni! ef að það er of erfitt þá er barþjónn nr.2 :)
Ég vona að ykkur hafi fundist þetta skemmtileg grein og ég mæli með staðnum Siófok!
Og afsakið stafsetningarvillur og skrítið tungumál! Ég bý sem sagt í Svíþjóð :)