Techno.is kynnir: Monika Kruse @ Nasa 1.september!
Ásamt Exos, Dj Frímann og Dj Eyva.
Monika Kruse kemur til Íslands 1.september. Hún spilar á hinum glæsilega skemmtistað Nasa við Austurvöll á vegum techno.is ásamt Exos og Dj Frímanni. En sá síðarnefndi hefur ekki komið fram á Nasa í rúm 2 ár. Einnig kemur fram nýr plötusnúður á sjónarsviðið en það er Dj Eyvi sem er að stíga á stokk á Nasa í fyrsta skiptið.
Hægt er að nálgast miða í forsölu á aðeins 1000 krónur í All Saints í Kringlunni.
Monika Kruse er einn sá allra fremmsti plötusnúður
Þýskalands og hefur átt ótrúlegan feril að baki sem
danstónlistarmaður og skífurþeytir síðustu ár. Hún átti stóran þátt í að móta sterka danssenu í Þýskalandi og hefur komið víða við í heimi
danstónlistarinnar. Hún hefur þá spilað út um alla
veröld og á framandi slóðum eins og í Kína, Japan,
Ástralíu og í Suður Ameríku.
Hún hefur þá margoft átt metsöluplötur í dansheiminum. Einnig hefur hún fengið lögin sín í topp sæti vinsældarlista út um allan heim, þá síðast með MOGUAI endurhljóðblöndum fyrir White Sensasion hátiðina frægu í Hollandi.
Monika Kruse hefur þá einnig verið eitt helsta númer alla stærstu dans hátiða sem haldnar eru erlendis og má þar nefna NATURE ONE, DANCE VALLEY, SENSATION WHITE og LOVE PARADE en hún fékk einmitt þann mikkla heiður að enda Love Parade hátiðina árið 2000 ásamt Carl Cox fyrir framan 1,5 milljón manns og all nokkrar sjónvarpstöðvar.
Ferill Moniku Kruse byrjar samt að alvöru árið 1991
þegar hún hóf skífuþeytingar á Babalu klúbbnum í
Munchen. Þar spilaði hún funk, hiphop og oldschool
house eins og við þekkjum það í dag.
Monika Kruse stækkaði við sig og fór að spila víðari svið danstónlistar og færði sig á fleiri klúbba í Þýskalandi. Þá kynntist hún “Ultraworld-Crew” en það var hópur af fólki sem skipulagði risastór danskvöld í Munchen.
Voru þau með sinn eigin klúbb til umráða og breiddu út klúbbamenningu sína víðsvegar um Þýskaland.
Nokkrum árum seinna byrjar Monika Kruse að hella sér í tónsmíðar og vinna við dreyfingu hennar.
Vann hún þá með plötuútgáfum eins og Kurbel ásamt
Richard Bartz og Studio !K-7 í Berlín en þeir gáfu út stórstjörnur eins og Laurent Garnier, Richie Hawtin, Dave Clarke og Kruder & Dorfmeister.
Á þessum tíma fór Monika Kruse að spila meira fyrir
utan Þýskaland og ferðast til Skandinaviu og
Bandaríkjanna. Hún hélt einnig stórar uppákomur í
Berlín þar sem hún breitti stórum vögnum í dansklúbba sem óku um götur borgarinnar líkt og gerist á Love Parade. Einnig tók hún sér bólfestu í gömmlum kjarnorkuverum og fyrrum hermannabyrgjum þar sem haldin voru risastór “reif”.
Það var þá sem Fine Audio Recordings hafði samband við Moniku Kruse um að blanda saman geisladisk í hennar stíl og úr varð metsöludiskur í Þýskalandi.
Sama ár, 1997, var hún kosin inn á topp 5 yfir
vinsælustu plötusnúða Þýslalands af lesendum “Groove Magazine” en það er mest lestna danstónlistartímarit Þýskalands.
Ári síðar lennti hún í þriðja sæti á þessum lista á eftir Sven Vath og Dj Hell en hún var eina konan inn á topp 40.
Monika Kruse fór þá í óða önn að einbeita sér að
danstónlistarsmíðum ásamt vini sínum Patrick Lindsey. Þau náðu gríðarlega langt saman og voru fyrstu upplögin af útgáfum þeirra uppseld á örfáum dögum. Monika túraði í kjölfarið út um allann heim þá meðal annars í Suður Ameríku, Mexico og Japan þar sem hún kom fram á WIRED festivalinu fyrir framan 20.000 manns og var kosinn vinsælasta atriðið á eftir Takkyo Ishino.
Um þessar mundir var hennar eigið útgáfufyrirtæki,
Terminal M, að verða eitt stærsta techno útgáfa
heimsins þar sem hún gaf út félaga sína eins og Eric Sneo, Miss Kitten og DJ RUSH.
Fuse klúbburinn frægi gerði hana að fastaplötsnúð hjá sér ásamt Dave Clarke og Monika hélt áfram að túra í heimsálfum eins og Suð, Mið og Norður Ameríku, Ástralíu og Asíu. Síðan þá hefur Monika verið eitt helsta nafn technosenunar, gefið út fjöldann allan af frægum techno mix diskum og útgáfum og komið fram á öllum stærstu dansklúbbum heimsinns.
Því er okkur sannur heiður fyrir íslendinga að hlýða á Moniku Kruse 1. september á Nasa ásamt Exos, Dj Frímanni og Dj Eyva.
Frekari upplýsingar eru á :
http://www.exosmusic.com
http://www.techno.is
http://www.monikakruse.com
http://www.discogs.com/artist/Monika+Kruse