Þar að segja, eingöngu íslenskir plötusnúðar og tónlistarmenn koma fram, í ennþá stærra og flottara hlóðkerfi ( komið verður upp sama hljóðkerfi og var notað á hinu eftirmynnilega kvöldi 12. apríl þegar Deep Dish gerðu allt vitlaust á Nasa
Undirbúningur er nú á fullu og verið er að leggja lokahönd á þetta allt saman
Þeir sem koma fram á þessu kvöldi eru, Dj Leibbi sem hefur verið að DJ,ast undanfarin 15 ár og er af mörgum talinn einn af betri house plötusnúðum landsins, sem kemur fram í byrjun kvölds, eða kl 23,00 þegar húsið opnar.
Á eftir honum stíga svo snillingarnir í Funk Harmony Park á svið og verða með Live flutning (funk harmony park, samanstendur af 4 mönnum sem kalla sig Roofuz, Mr Minute, Leon S Kemp og Elviz 2 og koma þeir fram með svokallað Dj sett sem samanstendur af DJ græjum , fartölvum , effectum og fleiri hljóðfærum, þeir komu fram á klúbbakvöldi hjá Flex Music seinast 30 des og gerðu hreinlega allt vitalust á dansgólfinu, einnig spiluðu þeir á Airwaves hátíðinni í haust og vöktu mikla lukku. Þeir munu flytja mikið af nýju efni á þessu kvöldi og er búist við miklu af þeim félögum á þessu kvöldi !
Þar á eftir tekur Doninn sjálfur við sviðinu, (Grétar G) og mun hann spila til lokunnar, þetta er svokallað lokaparty hjá hjá honum Grétari G (sem einnig er annar eigandi Flex music) þar sem hann er á leið í nám erlendis, í hljóðblöndunarskóla. Grétar G er öllum unnendum góðrar danstónlistar kunnur, enda er kappinn langlífasti og reyndasti plötusnúður landans og er gjarnan kallaður við ,,DON,, og hefur spilað með nánast öllum þeim stórstjörnum sem fluttar hafa verið inn undanfarin ár & má þar nefna til gamans Deep Dish, Sasha,John Digweed, Sander Kleinenberg, King Unique, Nick Warren, ofl ofl Grétar hefur einnig verið eigandi Þrumaunnar Plötubúð á laugaveginum í fjölda mörg ár þar til nylega sem hann lokaði versluninni út af búferlaflutningum , það hefur oft verið mál manna undanfarin ár að hvað eftir annað hafi Grétar hreinlega rúllað yfir þessa erlendu plötusnúða sem verið sé að flytja til landsins og spilað oft mikið betri dj sett en þeir , enda er hann plötusnúður á heimsmælikvarða (sem er reyndar á leiðinni erlendis að vonandi ,,meika það,, einnig er verið að gefa út nýtt lag eftir kappann hjá plötuútgáfu í New York. Hann hefur látið hafa eftir sér, þar sem þetta sé hans seinasta kvöld á íslandi (í óákveðinn tíma) að hann muni spila eitt það allra flottasta DJ sett á ferlinum! mikið af nýju efni í gland við gamla ,,klúbba slagara,, sem allir unnendur danstónlistar þekkja! Þannig að það er búist við rosalegu kvöldi Laugardagskvöldið 17 júní á Nasa við austurvöll , einnig verður miðaverði haldið í lágmarki og miðin kostar ekki nema 1000 krónur og að þess sinni verður engin forsala ATh allir miðar verða seldir við hurð !
———————-