Eins og alþjóð veit er stétt íslenskra barþjóna rómuð fyrir slaka þjónustulund og almenna prímadonnustæla við barsýslu. Þetta er leiðinda mál og löngu kominn tími til að taka þá takmörkuðu sérfræðiþekkingu sem þessir sveittu-chocko-gaurar hafa yfir að ráða og miðla henni til hins almenna áfengisáhugamanns.
Ég var að testa snilldarlega vit/SMS þjónustu sem kallast Barinn, sem gerir manni kleyft að fá allskonar sófistikeruð hanastéls- og skot- uppskriftir sendar með SMS í farsímann.
Nú geta því áhugasamir fengið fullnægingar og fleira á öllum börum, óháð kunnáttu barþjónaræflanna sem eru að vinna hverju sinni. Fyrir þá sem ekki nota Vit er nóg að senda “bar” á símanúmerið 1848.
Húrra fyrir því að tæknin geti lyft brennsamenningu Íslendinga af hinu smáborgaralega “kafteinn í kók” stigi. Ég hvet því alla þyrsta drykkjumenn til að blása nýju lífi í brennsasmekkinn, láta nýjan brennsablæ leika um taugakerfið, svipta hulunni af dulúðarfullum áfengisblöndum sem áður voru einkaeign sérlundaðra barþjóna, og prófa þetta djammstoðtæki.
Fidel -vínvinu