Stofnun vefsíðunnar http://www.Ímynd.is á sér langa sögu en Ingvar og Ég sem eigum http://www.tveir.is starfræktum lengi vel mjög öfluga djammmyndasíðu. Hún var samt ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar kom að útliti og breytanleika svo við ákváðum að færa út kvíarnar og keyra af stað nýja og öflugri síðu sem fékk síðan heitið http://www.imynd.is. Hugsunin á bak við þessa síðu er að hún verði betri, flottari og aðgegnilegri en gamla síðan en aðaltrompið er náttúrulega að síðan verður einnig aðgengilega á ensku og hugmyndin er að vekja athygli á íslensku skemmtanalífi á erlendri grunnd enda eigum við flottustu konur heims svo eitthvað sé nefnt.

Síðan er að hljóta ómælda athygli og aðsóknin vex með hverri helgi um ég veit ekki hvað mörg prósent. Fyrir þessa helgi vorum við að fá 2000 einstaklinga á hverjum degi sem skila ca. 366.000 síðuflettingum samkvæmt teljaranum okkar. Við getum líka sagt það hreint út að við erum alltaf fyrstir með myndirnar og það er alltaf nóg af myndum til að skoða!

Við erum sjö núna sem erum að taka myndir fyrir síðuna og mjög skemmtilegur hópur, við reynum að halda móralnum mjög góðum og erum búin að gera okkar allra besta með því að halda smá sambandi milli ljósmyndara og stefnum jafnvel að því að halda partý undir nafni síðunar á næstunni.

Ef einhver hefur áhuga á að vera með okkur þá er það sjálfsagt. Okkur vantar alltaf fleiri ljósmyndara og sérstaklega frá fólki sem fer kannski ekki á sömu staði og við, en eins og flestir vita þá erum við nánast háðir Hverfisbarnum!

Það er nóg framundan hjá okkur og við munum herja á erlenda grunnd innan skamms og ég hvet alla sem eru áhugamenn um ljósmyndun eða bara þá sem eru vanir að taka myndavélina með sér á djammið að hafa samband við okkur! Einfaldasta leiðin er sennilega að fara á http://www.Imynd.is og klikka á “Hafa samband” og senda okkur email þaðan með upplýsingum um ykkur og hvernig er hægt að hafa samband til baka við ykkur!

Vonast til að heyra í sem flestum!
Hallgrimur Andri