GUS GUS á THOMSEN á laugardag... Þeir Herb og Alfred sem eru nú búsettir í sólskininu í Barcelona verða hér á
landi um næstu helgi (held þeir séu að ganga frá nýju plötunni…) og ætla af því
tilefni að taka gott sólardjammsett á Thomsen laugardagskvöld.

Þeir félagar lofa góðu stuði og ætla að standa fyrir smá veislu fyrir vini og
vandamenn með veitingum og þess háttar fyrri hluta kvölds.

Af thomsen er það að frétta að í kjölfar breytts opnunartíma eru að verða
breytingar á fyrirkomulagi skemmtanahalds. Inngangurinn hefur verið færður
aftur upp og er stefnan að færa efri hæðina aftur í átt að því sem hún var á
síðasta ári. s.s. fleiri borð, enginn reykur, meiri birta og aðeins minni hávaði…
Neðri hæðin verður óbreytt fyrst um sinn.

Síðan er rétt að minna á Atóm á föstudaginn… TAYO nu-skool-breaks
snillingur þeytir skífur…