Nicoletta á Bravó kvöldi Thomsen. Breska söngkonan og plötusnúðurinn Nicolette skrapar plötur á næsta Bravo kvöldi. Meðal þess sem hún hefur unnið sér til frægðar er að syngja inn á lög Massive Attack og setja saman mixdisk í safnplötuseríunni DJ Kicks. Auk hennar mun raftónlistarmaðurinn Antgere og plötusnúðurinn Árni Valur skemmta fólki á Bravo.

Alþjóðlegur bakgrunnur Nicolette skilar sér oft í tónsíðum hennar. Hún er fædd í Glaskow, Skotlandi, en uppalin í Nígeríu, Frakklandi, Sviss og Wales. Hún hóf tónlistarferil sinn í hljómsveitinni Calliope í Cardiff, Wales, en hóf stuttu síðar sóló-feril hjá plötútgáfunni Shut Up and Dance í London. Þar bjó hún til rave og hardcore lög sem stundum voru undir miklum reggí, dub og afrískum áhrifum. Sum þessara laga, eins og \“Wicked Mathematics\”, \“I Woke Up\”, \“Dove Song\” og \“O Si Nene\” sem þykja klassísk í þróun breakbeat tónlistarinnar, eru á fyrstu breiðskífu Nicolette, Now is Early, sem kom út árið 1992 og var endurútgefin fimm árum síðar.

Bravo fer fram á næturklúbbnum Thomsen næstkomandi fimmtudagskvöld á Kaffi Thomsen. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og stendur til 02:00. Aðgangseyrir er 500 krónur. Nicolette mun einnig spila á Vegamótum um helgina!

meira á www.reykjavik.com