
Segja má að Electro Session-ið sé nokkurskonar tilraun. Ef til vill er hér á ferð fyrsta og eina electró kvöldið í Reykjavík í seinni tíð, en ef vel tekst til verður leikurinn eflaust endurtekinn. Á samkomunni mun DJ Árni Sveins að mestu halda sig á old skool tippinu og spila elektró músík frá gamla tímanum. Exos býður hins vegar bæði með nýja og gamla tóna í pumpandi electrofunk herferð.
Electro Session-ið hefst klukkan 21:00 og stendur til 02:00. Miðaverðið er 500 krónur og aldurstakmarkið er bundið við 18 ár.
-www.reykjavik.com- -djamm-