Blóðug slagsmál brutust út við Glaumbar DV, Fös. 20. júlí 11:41

Blóðug slagsmál brutust út fyrir utan Glaumbar við Tryggvagötu á þriðja tímanum í nótt. Hópur Íslendinga barðist við útlendinga en ekki er ljóst hvert deiluefnið var.

Þeim slagsmálum lyktaði með því að dyravörður staðarins, sem reyndi ítrekað að ganga á milli, var sleginn í hnakkann með glerflösku. Við það þeyttust glerbrot í annan mann sem einnig skarst nokkuð.

Kallað var eftir aðstoð lögreglu og þegar hún kom á staðinn voru útlendingarnir á bak og burt. Einn maður var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögregla telur líklegt að útlendingarnir hafi verið ferðamenn.

Slagsmálum við staðinn var þó hvergi lokið því á sama tíma þurfti lögregla að hafa afskipti af tveimur konum sem slógust heiftarlega. Þær deildu hart um jakka sem önnur taldi hina hafa tekið ófrjálsri hendi. Slagsmálin voru leyst upp og kvaðst önnur stúlkan vera nefbrotin. Hún þáði ekki aðstoð lögreglu og hvarf af vettvangi. Aðeins örfáum mínútum síðar skarst svo í odda á milli ölvaðs manns og dyravarðar. Manninum hafði verið meinuð innganga á veitingahúsið og réðist hann því á dyravörðinn og sló til hans. Maðurinn hvarf því næst af vettvangi og að lokum tókst lögreglu að koma á ró fyrir utan veitingahúsið.

heimurinn versnandi fer

og ég sem að ætlaði að fara á glaumbar í kvöld ég held að ég sé hættur við :)

nei annars ég fer eflaust
******************************************************************************************