Það er enginn annar en <b>Rowan Blades aka. Breeder</b> sem er
aðalgesturinn á Cream kvöldinu á föstudaginn. Lesið um hann hér að neðan.
Hann er einn helsti spámaður progressive/trance bylgjunnar þessa dagana.
Komin tími til að fá einn þeirra í heimsókn!
<h2>Rowan Blades (Breeder) - DJ Biography</h2>
Frami margra af fremstu plötusnúða heims virðist hafa ráðist af því að vera
einfaldlega á réttum stað á réttum tíma. Mörg af þeim nöfnum sem við sem
nú til dags teljast meðal allra “stærstu” plötusnúða heims geta þakkað það
því einu, að fyrir rúmum 10 árum síðan, þegar hús tónlist var fyrst að festa
rætur þá voru þeir í fríi á einhverri furðulegri eyju í miðjarðarhafinu sem heitir
Ibiza…
Meðan flestir vinir Rowan Blades voru ennþá að læra fyrir prófin var hann að
upplifa Acid House söguna í rave partýjum eins og Biology, Sundance og fl.
sem seinna urðu hluti af sögunni.
15 ára gamall var hann farinn að skipuleggja sín eigin reif og nafn hans var
farið að sjást á flugumiðum sem nú til dags eru safngripir. Hann átti þátt í
mörgum af eftirminnilegustu partýjum þess tíma og viðskiptavit hans fleygði
honum áfram í heimi danstónlistar. Nú nokkrum árum seinna er hann eigandi
<b>Rhythm Syndicate</b> plötuútgáfunnar og gefur þar sjálfur út undir
nafninu <b>Breeder</b>.
Fyrstu útgáfur Rhythm Syndicate voru í samhljómi við það sound sem
<b>Sasha og Digweed</b> voru að skapa á þeim tíma og rokkar nú stærstu
klúbba heimsins. Nýlega hefur útgáfan breikkað sjóndeildarhringinn með
stuðningu frá ekki ómerkari listamönnum en <b>Danny Tenaglia, Rocky og
Peace Division.</b>
Sem tónlistamaður náði Rowan fyrst almennilega í gegn með Breeder
Projectinu. Hann hefur nú þegar gefið út fjölmarga Progressive slagara undir
þeim merkjum. Þar má liklega hæst nefna <b>Tyrantanic og New York FM</b>
auk <b>Twilo Thunder og The Chain</b> sem <b>Sasha</b> gerði
ógleymanleg á margverðlaunuðum mix disk sínum <b>Sasha – Global
Underground San Francisco. </b>
DJ ferill Rowans Blades hefur þeytt honum út um allan heim. Hann hefur
fleygt plötum í Noregi, Hong kong, Japan, Australíu, Kína, Brazlíu, Argentínu,
Ibiza, Florida, San Francisco, NYC og Moskvu. Hann er fastagestur á
súperklúbbunum <b>Cream, Bedrock og Gatecrasher</b> auk fjölmargra
smærri klúbba.
(það er hægt að downlóda bæði Twilo Thunder og The Chain á www.thomsen.is)