Í kvöld verða blandaðir tónleikar á skemmtistaðnum Club 22 við Laugaveg. Hljómsveitirnar Anonymous, Sofandi og Suð munu koma fram. Anonymous er rafhljómsveit en Sofandi og Suð eru rokkhljómsveitir. Staðurinn opnar kl. 22, hljómsveitirnar byrja upp úr kl. 22.30 og það verður spilað til kl. 2. Aðgangur er ókeypis og tilboð verða á barnum.
Fyrst á svið er rafhljómsveitin Anonymous, en hún lenti einmitt í 3. sæti á síðustu Músíktilraunum Tónabæjar. Hljómsveitin er skipuð frændsystkinunum Marloni og Tönyu Pollock, Marlon er sonur Mike Pollock en Tanya er dóttir Danny Pollock en þeir eru hinir frægu amerísku bræður sem eitt sinn voru í hljómsveitinni Utangarðsmönnum. Tónlistin sem Anonymous spilar er e.t.v. ekki jafn rokkuð og tónlist þeirra, en kannski er hún jafn framúrstefnuleg og það er fyrir öllu.
Á eftir rafdúettnum munu svo piltarnir í Sofandi stíga á stokk. Sofandi er þriggja manna hljómsveit úr Reykjavík sem hefur verið starfandi frá árinu 1997 og gaf á þessu ári út plötuna “Anguma”. Nú er hljómsveitin að vinna að næstu plötu ásamt því að spila á tónleikum.
Síðust á svið er svo hljómsveitin Suð sem er boðberi bandarísks nýbylgjurokk- og neðanjarðargeira. Fyrsta plata sveitarinnar leit dagsins ljós árið 1999, “Hugsanavélin”. Í kjölfar plötunnar fékk Suð tilnefningu sem bjartasta vonin á hinni Íslensku tónlistarhátíð 2000 og mynband við lagið “Úr augsýn” fékk 3. sætið í Myndbandaannál Sjónvarpsins. Suð er núna dugleg við að spila á tónleikum og að vinna að næstu breiðskífu sinni.
-www.reykjavik.com- Tónlist
LoopTroop hljóma betu