Misstress Barbara á Íslandi 4.nóvember.
Misstress Barbara eða Barbara Bonfiglio eins og hún heitir réttu nafni fæddist á Sikiley, Ítalíu árið 1975.
Fljótlega fluttist hún til Montreal í Kanada og hefur búið þar síðan.
Tónlistarsköpun hennar beindist af trommunum og af harðari gerð tónlistar en frá 12 ára aldri var hún trommari í hinum og þessum hljómsveitum.
Á techno árinu mikkla 1994 skipti stelpan um stíl og varð sér út um plötuspilara og mixer og lét trommusettið upp á hilluna.
Síðan þá hefur Misstress Barbara spilað út um allan heim, Asíu , Afríku, Evrópu og Ameríku með köppum eins og Masters at Work, Carl Cox, Sven Väth, Richie Hawtin, Marco Carola svo fáir séu nefndir.
Techno drottningin byjraði svo að búa til techno tónlist og hefur gefið út fjöldan allan af smáskífum og endurhljóðblöndunum á stórum techno útgáfum eins og Zync, Rotation , Primevil og hennar eigin sem ber nanfið Relentless.
Misstress Barbara hefur komið til Íslands í heil þrjú skipti og spilað á Thomsen, Gauknum og á Nasa og öll skiptin hafa verið gersamlega ógleymanleg.
Láttu þig ekki vanta 4. nóvember á Nasa því þá stendur techno.is fyrir heljarinar samkomu með þessum ótrúlega tónlistarmanni og plötusnúð ásamt Exos, Tómas Thx og Dj Richard Cuellar.
techno.is kynnir :
MISSTRESS BARBARA
Exos & Tómas Thx
Dj Rikki Cuellar
á Nasa 4. November.
kl 23.00 - 5.30
Ekki missa af ofurkvendinu Misstress Barbara á Íslandi í nóvember.
http://www.iturnem.com
http://www.misstressbarbara.com
http://www.exosmusic.com
http://www.techno.is
http://www.richardcuellar.com