
Loop Troop skipa Embee, Promoe, Cosm.i.c og Supreme. Þeir kappar hafa troðið uppá helstu útiskemmtihátiðum um alla Evrópu ásamt því að hafa spilað með öllum helstu röpprum í bransanum í dag. Á nýjust plötu þeirra “Modern Day City Symphony” að þá fengu þeir góða aðstoð hjá DJ Noize og íslandsvininum Freestyle, sem tróð upp á fyrsta Gauksdjamminu.
Upphitun fyrir Loop Troop verður í höndum Dj Big G, Steypustöðinni sem er ný live hip hop hljómsveit, hún spilar jazzy funky hip hop, og svo Poetic Reflections. Kvöldið hefst kl 9:00 og stendur fram til kl:01 eftir miðnætti. 18 ára aldurstakmark. 950 kr inn.
Fyrir 13 ára og eldri verður nánar auglýst síðar, en það verður að öllum líkindum í nýja Skate-Parkinu.
Ef þið viljið vita meira um Loop Troop:
www.burningheart.com/bands/looptroop/
www.looptrooprockerz.cjb.net
Hef ég heyrt það að tónleikarnir verði til 2 fyrst að nýju reglurnar leyfa opnunartíma til tvö á fimmtudögum. Það þýðir bara meira Loop Troop og meira gaman.
Sjáumst þar,
friður Dilated.