Fjórða Hip Hop djamm Gauksins, Budweiser og Hip Hop Þáttarins Kroniks verður fimmtudaginn 5. Júlí n.k. Þá munu koma hingað til lands ein heitasta Hip Hop hljómsveitin í Evrópu, sænska ofursveitin Loop Troop.
Loop Troop skipa Embee, Promoe, Cosm.i.c og Supreme. Þeir kappar hafa troðið uppá helstu útiskemmtihátiðum um alla Evrópu ásamt því að hafa spilað með öllum helstu röpprum í bransanum í dag. Á nýjust plötu þeirra “Modern Day City Symphony” að þá fengu þeir góða aðstoð hjá DJ Noize og íslandsvininum Freestyle, sem tróð upp á fyrsta Gauksdjamminu.
Upphitun fyrir Loop Troop verður í höndum Dj Big G, Steypustöðinni sem er ný live hip hop hljómsveit, hún spilar jazzy funky hip hop, og svo Poetic Reflections. Kvöldið hefst kl 9:00 og stendur fram til kl:01 eftir miðnætti. 18 ára aldurstakmark. 950 kr inn.
Fyrir 13 ára og eldri verður nánar auglýst síðar, en það verður að öllum líkindum í nýja Skate-Parkinu.
Ef þið viljið vita meira um Loop Troop:
www.burningheart.com/bands/looptroop/
www.looptrooprockerz.cjb.net
Hef ég heyrt það að tónleikarnir verði til 2 fyrst að nýju reglurnar leyfa opnunartíma til tvö á fimmtudögum. Það þýðir bara meira Loop Troop og meira gaman.
Sjáumst þar,
friður Dilated.