Breakbeat á Café 22. Klúbbakvöld Breakbeat.is klíkunnar halda áfram að rúlla á Club 22 þar sem boðið er upp á drum & bass, jungle og experimental breakbeat takta fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar. Síðast var alþjóðleg stemmning ráðandi undir merkjum International Breakbeats þar sem DJ Alimo frá Helsinki, Z-MC frá New York og Breakbeat.is hópurinn tróðu upp fyrir troðfullu húsi. Á næsta kvöldi mun einn beittasti plötusnúður landsins, DJ Héðinn, hins vegar fara fimum höndum um plötuspilarana og koma nýjustu harðneskjufönktónunum út á dansgólfið.

DJ Héðinn hefur áður gert það gott á Breakbeat.is kvöldi og einnig spilað nokkrum sinnum á öðrum klúbbakvöldum í Reykjavík og á Akureyri og útvarpsþáttunum Electronica (Radio X) og Skýjum ofar (Rás 2). Með honum á tjúttinu munu meðlimir Breakbeat.is, þeir DJ Addi, DJ Eldar og DJ Reynir, einnig skanka skífum og taka nettan trylling í diskóbúrínu. Breakbeat.is kvöldið hefst klukkan 21:00, aðgangseyrir er 300 krónur (500 kr. eftir 23:00) og adurstakmarkið er 18 ár.

-reykjavik.com-

www.breakbeat.is

Dúndurkvöld og um að gera að drulla sér á staðinn.