Ég var að horfa á fréttirnar í gær varðandi opnunartíma skemmtistaða og þar kom framm að flest slagsmál eiga sér stað snemma um morguninn, svona um kl 5. Var orsök þess talin vera það að þá fækkar í vaktinni hjá löggunni og að slagsmálahundar séu að nýta sér það. Ég tel að þetta sé ekki sökum vakta hjá löggunni og ætla ég hér að færa sönnur á það.

Ég var í gæslunni í á þjóðhátíð í Vestmanneyjum í fyrra. Var þar áberandi að hlutir sem gerðust fyrsta kvöldið og nóttina endurtóku sig aftur báðar hinar nætrunar.

——————–
kl.11:00 - 01:00 var sá tími þar sem sinna þurfti unglingum sem voru búnir að drekka of mikið og setja þá í dauðagáminn.

kl.01:00 - 03:00 var kominn tími á að fara með gömlu bitturnar í dauðagáminn.

kl 03:00 - 05:00 var kveikja í tjöldum tími. Það var nánast eingöngu kveikt í tjöldum á þessum tíma. (og svo auðvitað þegar staðurinn var yfirgefinn á mánudeginum)

kl 05:00 - 07:00 var slagsmálatími. Á þessu tímabili á maður helst ekki að bögga neinn. Það er eihvað með sólarupprásina og þá ánægu að hafa náð að vaka alla nóttina án þess að lenda í gámnum sem olli því að fólk var meira og minna tilbúið í slagsmál. Einnig getur orsökin legið í gremju yfir því að hafa ekki nælt sér í stúlku um nóttina til að fara með inní tjald.
———————–

Þetta sýnir frammá að það er ekki vaktakerfi löggunnar sem veldur slagsmálum í morgunsárið. Gæslan í eyjum var allveg eins alla nóttina.

Haldið friðinn og strjúkið kviðinn.
Logical