Djammið um helgina Þá er komið að helginni 29 og 30.júní.

Á Vegamótum Dj Tommi verður með þétta stemmu til kl. 04.00

Laugardagurinn 30. júlí
Buzby Ástralski frumbygginn spilar á blásturshjóðfærið Didgeridoo og Dj Andrés þeytir skífum með eins og honum er lagið. Fínt að fá eitthvað nýtt og öðruvísi.

A.T.H breytta opnunar tímar í sumar. Til kl 04.00 allar helgar.

Á 22 verður Doddi litli alla helgina og blastar skífur. Hann hefur víst gert góða lukku þarna um seinustu helgi og því um að gera að kíkja á piltinn.

Á Húsi Málarans býst ég mjög líklega við því að Daði verði að spila fyrst að minn maður Jörundur er að drepast í vinnu og meikar ekki spil. Daði klikkar aldrei og er alltaf með feit flæði. Ég verð þar og allir aðrir.

Á Thomsen á föstudag verður 3 ára afmæli netmiðilsins visir.is og verður líklega eitthvað skemmtilegt í gangi. Ekki er alveg komið á hreint hvað verður í gangi svo að ekki er hægt að segja meira um það. En laugardagurinn verður spik.

Ein öflugustu klúbbakvöld Reykjavíkurborgar eru án efa mánaðarleg skemmtun DJ Arnars og DJ Frímanns á næturklúbbnum Thomsen sem þeir kalla Hugarásand. Þessi kvöld hafa fylgt Thomsen í um tvö ár og ganga einfaldlega út pumpandi teknó og hús músík, dúndrandi klúbbakeyrslu frá miðnætti til morguns! Að vanda sér Frímann um teknó hliðina á “ástandinu” og tvinnir saman tribal töktum og elektrónísku fönki á meðan Arnar sér um house-ið. Alls ekki láta þetta kvöld fram hjá ykkur fara því að það er þéttasts. Virkilega brilliant.

Thomsen opnar klukkan 23:00 og er opið leeeeeeeeeeeeeeeeeeeeengi!
Fyrst að borgin hefur ákveðið að stytta opnunartíma þá ætla þeir hjá Thomsen að vera með opið alveg fram á hábjartan dag. Ég þar.
Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 03:00 / en 1.000 krónur eftir þann tíma. Aldurstakmark er 21 ár.

Á Sportkaffi og Astró er um að gera að mæta í hvítu, því neon lýsir þig upp allt kvöldið. Fm 9,57 stemmning fyrir þá sem vilja og getur oft myndast stemmning þegar maður er kominn vel í glasið.

Nelly´s 1/2 virði.

Skuggabar er nýr og fullt af kynlífi.

Þetta er svona stutt lýsing á þessari helgi og vona ég að þið skemmtið ykkur sem best. Því að þetta er seinasta helgin sem ég get djammað til 10 eða lengur, þá verður djammað til 12. ;D

Have fun,
kv.Dilated