Samkvæmt mjög svo óvísindalegri skoðanakönnun hér á reykjavik.com, sem framkvæmd var í gegnum Djammspurningu vefsins á tveggja vikna tímababili, er DJ Margeir vinsælasti plötusnúður landsins. Lesendur voru einfaldlega spurðir “Hver af efitirtöldum skankar bezt” og gefinn möguleiki á að kjósa á milli níu plötusnúða sem allir hafa verið áberandi á skemmtistöðunum undanfarið. Eitthvað virðast þátttakendurnir hafa verið svekktir yfir valmöguleiknum því 17,1% af þeim 1.228 sem greiddu atkvæði sögðu að allir níu plötusnúðarnir væru rusl.
DJ Margeir er langvinsælasti plötusnúður landsins samkvæmt þessari könnun, en hann hlaut 35,5% greiddra atkæða. Í öðru sæti varð þáttastjórnandinn DJ Sóley á Skjá 1 sem oft spilar á Prikinu með 11,5% og númer þrjú kom plötusnúðaparið Gullfoss & Geysir sem hafa gert það gott á Kaffibarnum og Leikhúskjallaranum með 6,9%. Þar á eftir var röðin eftirfarandi; 4) DJ Óli Palli (Rás 2/Café 22) með 6,4% / 5) DJ Bjössi Brunahani (Thomsen) með 6% / 6) DJ Rampage (Chronic á Rás 2/Prikið) með 5,4% / 7) Kiddi Bigfoot (Astró) með 5,3% / 8) DJ Reynir (Electronica á Radíó X/Breakbeat.is) með 3,3 % og loks 9) DJ Nökkvi (Skuggabar) með 2,7%.
-www.reykjavik.com-
Ég er hlutlaus í þessu máli og hlusta á mest alla tónlist sem finnst fyri utan Kántrí ;D. Margeir er fín diskógaur.
Hvað finnst ykkur um þetta? Er Margeir langbesti snúðurinn í dag?
kv. Dilated