Techno.is kynnir 360° í Sjallanum-downunder á Akureyri um Verslunarmannahelgina með Exos og Tómas THX ásamt leynigestum. Um síðustu verslunarmannahelgi fór þessi atburður einnig fram á sama stað og tókst með eindæmum vel svo ætlunin er að endurtaka leikinn.

Ballið byrjar á föstudeginum með Dj Lilju sem spilar eðal danstónlist og er fastaplötusnúður á dátanum á Akureyri. Hún hefur feiknagóða reynslu á því að hakka í sig dansgólfið þanig að ekki klikka á byrjuninni.

Exos og Tómas THX taka svo við framhaldi helgarinnar bæði laugardaginn og sunnudaginn en þeir sem voru viðstaddir síðast vita hvað er í vændum. Þétt technovædd klúbbakeyrsla er framundan og er ætlunin að enda ferðina á drum and bass tónum í lok kvöldsins.
Einnig er von á mikills metnum leinigestum þessa helgina svo fylgist vel með.

Miðaverð er 1000 krónur. Það er opið til 03.00 föstudaginn, 05.00 á laugardaginn en 04.00 á sunnudeginum.
Ballið byrjar á miðnætti og eru allir hvattir til að mæta fyrr en seinna.

Sjallinn/Downunder(vinstra megin við aðalinnganginn á Sjallanum.)

TECHNO.IS KYNNIR 360° á Akureyri.

Föstudaginn.-29 júlí :Dj Lilja
Laugardaginn.-30 júlí :Exos & Tómas THX
Sunnudaginn.-31.júlí :Tómas THX & Exos