Ef þið eruð að spá í að fara á Gauk á Stöng:
Hljómsveitin galvaska, Land og synir, spilar á stærsta skemmtistað Reykjavíkur, Gauki á Stöng, um helgina. Fréttir herma að strákarnir séu að leggja lokahönd á nýja breiðskífu sem á að koma út í sumar, og því má búast við einhverju nýju efni í bland við eldri smelli í tónleikaprógramminu. Heimur og félagar verða á sviði Gauksins bæði föstudags- og laugardagskvöld og hefja leikinn um miðnættið bæði kvöldin. Húsið opnar hins vegar klukkan 20:00.
Ég fer ekki þangað. En þið?
Ef þið eruð að spá í að fara á Astro þá er um að gera að kíkja í einn eða tvo ljósatíma og dressa sig smart upp. Ekki hef ég hugmynd hvað er að ske þar í kvöld og býst ég bara við því að það verði sömu dj-arnir og alltaf að spila.
Eiginlega það sama gildir um Sportkaffi þar sem Heiðar Austmann og fleira Fm léttklætt mun svitna þar á dansgólfinu.
Ekki fer ég þangað. En þið?
Ef aurarnir eru litlir og hugurinn stefnir í fyllerí þá er um að gera að skella sér á Nelly´s þar sem ég held að sé alltaf allt á 1/2 virði en ekki trúa mér, gæti alveg verið fullt verð, það hefur alltaf verið að auglýsa hálfvirðið hjá þeim og ekki gleyma ermalausa bolnum. yeahhhh.
Ekki býst ég við að fara á þann stað.
Ef þið ætlið á Thomsen sem er einn af þeim stöðum þar sem ég er líklegastur til að sjást á er föstudagurinn þéttur eins og alltaf.
+150 krúið gerðu vægast sagt allt vitlaust síðast. TechnoDrum'n'bass geðveiki að hætti Bjössa og Reynis. Sveinbjorn.com í kjallaranum. Og svo á Laugardaginn er Partyzone sumargleðin sem að enginn ætti að missa af.
Hittumst kannski á Thomsen….
Svo er það höllin þar sem RAMMSTEIN verða að spila og má alls ekki gleyma HAM á föstudeginum sem rokkuðu Gaukinn sundur og saman á miðvikudaginn.
Ekki fer ég þangað fyrst að ég gat ekki reddað mér miða. Pufff…
Svo er það staðurinn sem að þið eigið bókað eftir að hitta mig á og það er Hús Málarans. Ekki alveg viss hvað er að ske á föstudag en ábyggilega Daði eða einhverjir að spila. Laugardagurinn verður spikfeitur þar sem Dj Jörundur verður að spila og hefur hann verið þekktur fyrir að plögga feitt djamm.
Einnig gæti verið að maður kíkti á prikið þar sem að alltaf er þéttsetið af fræga fólkinu og flottum skvísum ;D.
Sjáumst á djamminu og hvað á að fara?
kv. Dilated