Varðandi þessa skemmtistaði sem til eru nú í Reykjavíkinni þá er komið nóg af þessum svokölluðu “fm-stöðum” sem spila annahvort léttvægt píkupopp eða bara þessa íslensku klassík. Sem dæmi má nefna Sportkaffi, Hús Málarans, Astró og Skuggabarinn. Maður sér hvernig fólkið inná þessum stöðum er í gjörsamlegri keppni um hver er ljóshærðastur og mesta glans gallanaum (sérstaklega þó á Astró og Skugga). En svo eru náttúrulega staðir eins og Prikið (fyrir snobbaða fólkið á skjá einum helst), Sirkus (fyrir spútnikið en er reyndar bara bar), Píanóbar (þar sem hægt er að kynnast öllum lituðu útlendingunum) og svo Tres Locos (sem er svona suður amerískur). En svo er aðeins einn staður þar sem er svona meiri nýlegri tónlist, það er það sem er að gerast í danstónlistinni, það er Thomsen. Enda var hann valdur vinsælasti staðurinn á reykjavik.com og kemur ábyggilega ekki flestum á óvart. En málið er bara það að það vanntar fleiri svipaða staði. Ég er ekki að tala um eitthvað marga, en allavega einn, sem gæti þá farið útí meiri trance og house tónlist því mér finnst of mikið af hörðu techno og drum´n´base þar inni. Hef ég rétt fyrir mér eða hvað? Hvað finnst ykkur?