Samkvæmt splunkunýrri skoðanakönnun Reykjavik.com, sem hleypt var af stokkunum þann 18. maí í formi spurningar dagsins hér á Djamm-armi síðunnar, er Thomsen vinsælasti skemmtistaður Reykjavíkur. Rúmlega þúsund manns tóku þátt í könnuninni, á því 18 daga tímabili sem hún fór fram, og sögðu 21,9% þeirra að Thomsen væri besti skemmtistaðurinn. Gaukur á Stöng kom næstur með 15,5% og Hús málarans varð þriðji með 8,3% greiddra atkvæða.
Spurningin sem lögð var fyrir lesendur Reykjavik.com var einfaldlega “Besti skemmtistaður Reykjavíkur?” Þótt Thomsen hafi haft nokkra yfirburði í niðurstöðum könnunarinnar telja gárungarnir að sérstaða staðarins eigi sinn þátt í að hann sópaði að sér fjórðungi atkvæðanna. Enginn annar staður í borginni er á sömu bylgjulengd og Thomsen hvað varðar tónlistarstefnu og kúltur á meðan staðir eins og Astró, Skuggabar og fleiri eru að gera út á svipaðan markhóp.
Alls rúmuðust nöfn 17 skemmtistaða í könnuninni og var niðurstaðan á topp 10 eftirfarandi; 1. Thomsen (21,9%) / 2. Gaukur á Stöng (15,5%) / 3. Hús málarans (8,3%) / 4. Astró (7,6%) / 5. Sportkaffi (7,2%) / 6. Prikið (4,6%) / 7. Vegamót (4,2%) / 8. Spotlight (3,5%) / 9. Skuggabarinn (2,8%) og 10. Píanóbarinn (2,6%). Um 11% þeirra sem tóku þátt töldu engin af skemmtistöðunum 17 vera besta skemmtistað Reykjavíkur.
-www.reykjavik.com-
Af minni hálfu stunda ég mest Hús Málarans og þegar búið er að loka þar fer ég oftast á Thomsen (en ef dyraverðir eru ekki uppá sitt besta þá verður maður að fara á skítastaðinn Glaumbar sem er alltaf klassískur fyrir þrengsl og leiðindi). Prikið er mjög vinsæll staður og verða oft mjög mikil þrengsl, en það er bara svona eins og fylgir = Prikið fínn staður. Hvað finnst ykkur?