Feitt djamm framundan: 16. júní : Hell Yeah! Já 17. júní er á næsta leiti og okkur langar öllum að sletta soldið úr klaufunum þá og fagna sjálfstæði íslands. 16. júní er einmitt tilvalinn til að djúsa og djamma, frí daginn eftir og jafnvel halda áfram að fagna sjálfstæðinu.
En töffarinn og íslandsvinurinn hann Nick Warren ætlar einmitt að koma á klakann þann 16. júní næst komandi til þess að sjá til þess að okkur dansþyrstu íslendingum muni ekki leiðast.

Nick Warren ætti varla að þurfa að kynna eftir eftirminnilegt kvöld á Gauknum þann 31. ágúst fyrir þremur árum þegar fimmti Global Underground diskurinn hans var tekinn upp.
Skrifaði einmitt grein um hann þá þar sem þið getið fundið hér:
http://www.hugi.is/djammid/articles.php?page=view&contentId=623615
En það var einmitt Grétari G. þrumumanni að þakka að hann kom í það skiptið og einnig núna.

Nýr Global Underground diskur er síðan á næsta leiti, “Nick Warren #GU028 Shanghai” en hann kemur út í júlí. Margir undrast það eflaust, því eftir seinasta disk einmitt hér í Reykjavík sagði Nick: “What I really enjoy is going out and playing records, I'm not bothered about getting a press agent and making sure my face is on the cover of magazines. This is why, this fifth Global Underground mix will probably be my last ever mix album. If I stick out another one, what have people got to say about it? Where else is there to go?”
En eftir þetta ætlaði kallinn að einbeita sér meira að Way Out West. En þetta frábær endurkoma, og á nýja diskinum sýnir hann á sér nýja, dökka hlið með áhrifum af ambient, house, techno og progressive tónum.
Flest lögin á disknum eru remix af lögum frá ungum og óþekktum tónlistarmönnum sem hafa allavega ekki enn fengið tækifæri að gefa út sína eigin diska.
”I wanted to showcase as many young producers as I could. Find tracks that were unsigned and give them a platform. Record labels don’t give young producers the time to go and make an album, so it’s hard for them to get their music heard." segir Nick Warren.

Þið sem viljið fræðast meira um gæjann kíkið á eftir farandi linka:

http://nickwarren.info/ - opinber heimasíða snúðsins
http://www.wowest.cc/ - heimasíða Way Out West
http://www.residentadvisor.net/dj_profiles.asp?ID=58 - æviágrip


og vil ég benda á að hægt er að hlusta á diskinn “Nick Warren #011 Global Underground: Búdapest” inná vefsíðu Warrens undir linkinum ‘Media’


En eins og áður sagði fer djammið fram þann 16. júní á NASA.
Forsala aðgöngumiða er hafin í Þrumunni við Laugarveg og kostar miðinn 1500 kall.
Grétar G. og Danni ætla að hita upp.

Annars var ég einmitt að hlusta á settið sem var tekið upp á Gauknum 2002 í dag og fór alveg í mergjaðan dansfíling og get því varla beðið eftir að skemmta mér eins vel aftur.
Mæli eindregið með því að þið farið að hlusta á nokkra Global Underground diska með Nick, taka fram dansskóna og æfa múvið fyrir feitt fimmtudagskvöld á Nasa.

Sjáumst þar!