Að drekka viskí er ekki fyrir hvern sem er. Mörgum hryllir við tilhugsunina um óblandað viskí og skiptir þá engu máli hvaða tegund er talað um, þetta er víst allt eins. Hinn harði viskímaður fussar náttúrulega yfir þessari staðhæfingu meðan hann hugsar til sinna 14 mismundandi flaskna af vatni lífsins í kjallaranum. Til eru ótal gerðir af viskíi; malt viskí, búrbon, rúg viskí, skoskt, írkst, eikarviskí og fleiri sem við þekkjum ekki en ég ætla nú ekki að fara í saumana á viskíheiminum, af of miklu er að taka.
Á flestum börum í Reykjavík er hægt að fá Famous Grouse sem er vinsælasta búrbonið á klakanum en svo fær maður Jim Beam og Jack Daniels á hinum almenna bar. Maður má vera heppinn ef maður fær Chivas Régal eða Glenfiddich en allir barir ættu að eiga Glenfiddich þar sem það er mjög milt og mjúkt maltviskí og tilvalið fyrir nýgræðinga. Til er einn svokallaður viskíbar í miðbænum og er það á dúndursprippbúllunni Maxims.
www.reykjavik.com